Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 91
89
gengi. Með þessari lagabreytingu má segja, að formlega hafi verið
horfið frá fastgengiskerfi og upp tekin sveigjanleg gengisskráning
íslenzkrar krónu.
Þrátt fyrir gengishækkunina frá þvi i april til ársloka 1973 varð
meðalgengi krónunnar á árinu 1973 lægra en árið á undan, enda
var gengið fellt samtals um nær 19% við uppliaf ársins, þ. e. í des-
ember 1972 og febrúar 1973. Ársmeðaltal kaupgengis, miðað við
landa- og myntasamsetningu útflutnings, var 6,4% lægra 1973 en
1972, og ársmeðaltal sölugengis, miðað við landa- og myntasamsetn-
ingu innflutnings, var 9,6% lægra 1973 en 1972. Meðalgengislækkun
krónunnar nam þannig 8,1% á árinu 1973.
í árslok 1973 var meðalgengi krónunnar orðið jafnhátt og það var
að meðaltali 1972, og hafði gengislækkunin í desember því að fullu
gengið til baka. Meðalgengi krónunnar í árslok var tæplega 10% hærra
en í ársbyrjun 1973 og 15,6% hærra en í marz 1973, en þá var gengi
krónunnar að meðaliali lægst á árinu.
Snemma á árinu 1974 varð Ijóst, að mikil og snögg umskipti liöfðu
orðið i þróun efnahagsmála. Viðskiptakjörin við útlönd hraðversn-
uðu, verð mikilvægra sjávarafurða í útflutningi lækkaði, en ekkert
lát varð á verðhækkun innflutnings í erlendri mynt, auk þess sem
áhrifa olíuverðhækkunarinnar fór að gæta í sívaxandi mæli. í kjöl-
far kjarasamninganna gætti liins vegar mjög vaxandi eftirspurnar-
þrýstings og kostnaðarhækkana. Þessi umskipti hlutu að valda alvar-
legri röskun efnahagsjafnvægis, jafnt innanlands sem og í utanríkis-
verzlun. Af þessum sökum var horfið frá þeirri stefnu í gengisskrán-
ingu, sem beitt var á árinu 1973, og gengi krónunnar lækkað. Reynd-
ar fór gengið heldur hækkandi i janúar vegna gengishækkunar doll-
ars. Gengi krónunnar var þó ekki fastbundið dollar og var lækkað
nokkrum sinnum gagnvart dollar í janúar, er dollarinn styrktist, en
hækkað gagnvart dollar er hann lækkaði i febrúar. Meðalgengi
krónunnar fór þó lækkandi í fehrúar og frá og með marzbyrjun var
gengi krónunnar lækkað smám saman gagnvart dollar. Mesta gengis-
breytingin fyrri hluta ársins var gerð 17. maí, er gengi krónunnar
var i einu skrefi lækkað um sem næst 4% gagnvart dollar, en gengis-
lækkunin var þó minni gagnvart ýmsum Evrópumyntum, sem höfðu
þá farið liækkandi. Frá 4. marz til 19. ágúst var dollargengi krón-
unnar alls lækkað um 13% í 22 þrepum, sem hafði í för með sér um
15% lækkun meðalgengis krónunnar gagnvart öllum myntum.
Hinn 21. ágúst ákvað Seðlabankinn afnám gengisskráningar og
stöðvun nær allra gjaldeyrisviðskipta, þar sem skipuleg gjaldeyris-
viðskipti gætu ekki lengur farið fram vegna óvissu í efnahags- og