Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Qupperneq 92
90
gengismálum. Ljóst var, að ótti við gengisfellingu og hliðstæðar ráð-
stafanir hafði aukið gjaldeyriseftirspurn mjög og valdið mikilli spá-
kaupmennsku í innflutnings- og gjaldeyrisviðskiptum.
Hinn 29. ágúst ákvað Seðlabankinn með samþykki ríkisstjórnar-
innar 17% gengislækkun krónunnar. Af hálfu stjórnvalda var mark-
miði gengisákvörðunar þessarar lýst sem tvíþættu, annars vegar væri
að því stefnt að tryggja rekstrarafkomu atvinnuveganna og lialda
fullri atvinnu, en hins vegar að bæta greiðslustöðuna við útlönd.
Gengisbreyting þessi var formlega af sama tagi og liinar fyrri gengis-
breytingar á árinu, en þeim frábrugðin að því leyti, sem liér var um
að ræða verulega og ákveðna breytingu gengisskráningar, er stjórn-
völd ákváðu og settu fram sem hluta heildaraðgerða í efnahagsmál-
um, og ætlað var að eyða þeirri óvissu í gengismálum, sem leitt
hafði til spákaupmennsku og umframeftirspurnar eftir erlendum
gjaldeyri. Eftir gengislækkun þessa, er gengisskráning og gjaldeyris-
viðskipti voru hafin að nýju 2. september, var meðalgengi krónunn-
ar gagnvart öllum myntum skráð um 29,8% lægra en í árspyrjun 1974,
en dollargengið um 29,3% lægra.
Yísitölur meðalgengis erlendra gjaldmiðla gagnvart íslenzku krónunni
1972—1974,
Miðgengi Kaupgengi Sölugengi
1972
Ársmeðaltal 100,00 100,00 100,00
1973
1. ársfjórðungur 113,17 112,47 113,84
2. ársfjórðungur 111,91 109,96 113,74
3. ársfjórðungur 108,30 105,29 111,16
4. ársfjórðungur 102,16 99,89 104,24
Ársmeðaltal 108,77 106,78 110,64
1974
1. ársfjórðungur 101,03 99,71 102,20
2. ársfjórðungur 111,34 108,74 113,70
3. ársfjórðungur 125,34 122,93 127,79
4. ársfjórðungur 143,89 140,63 146,93
Ársmeðaltal 120,80 118,46 122,99
Skýringar:
Yísitala meðalgengis er reiknuð sem meðaltal af daglegri gengisskráningu erlendra gjaldmiðla gagnvart
íslenzkri krónu (verð erlends gjaldeyris í krónum). Breytingar kaupgengis eru vegnar með hlutdeild
einstakra landa í vöruútflutningi og hlutdeild einstakra mynta í gjaldeyriskaupum. Breytingar sölu-
gengis eru vegnar með hlutdeild landa í vöruinnflutningi og hlutdeild mynta í gjaldeyrissölu. Breyt-
ingar miðgengis eru einfalt meðaltal af vegnum breytingum kaupgengis og sölugengis.
1