Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 93
91
Ekki voru gerðar neinar meirihátíar breytingar á gengi krónunn-
ar siðustu fjóra mánuði ársins. Er gengi dollars tók að lækka í októ-
ber var þó ekki talin ástæða til að halda dollargengi krónunnar
óbreyttu og var gengi krónunnar því hækkað gagnvart dollar og nam
sú hækkun mest rúmlega 1% síðari hluta nóvembermánaðar. Gengi
krónunnar gagnvart öllum myntum fór þó heldur lækkandi. Er sýnt
varð, hver yrði þróun gjaldeyrisviðskipta undir lok ársins, var gengi
krónunnar gagnvart dollar lækkað á ný, og í árslok var skráð gengi
krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar hið sama og hinn 2. september,
er gjaldeyrisviðskipti hófust á ný eftir gengisfellinguna, eða um 29,3%
lægra en við upphaf ársins. í árslok var meðalgengi krónunnar gagn-
vart öllum myntum hins vegar um 32,9% lægra en það var við upp-
haf ársins. Meðalgengisbreyting krónunnar á árinu varð þó mun
minni. Ársmeðaltal kaupgengis, miðað við landa- og myntasamsetn-
ingu útflutnings, var 9,9% lægra 1974 en 1973, og ársmeðaltal sölu-
gengis, miðað við landa- og myntsamsetningu innflutnings, var 10,0%
lægra 1974 en 1973. Meðalgengislækkun krónunnar nam því um 10%
á árinu 1974.
Atvinna, tekjur og verðlag.
Atvinnci.
Ætla má, að á árinu 1971 hafi á ný skapazt jafnvægi á vinnumark-
aðnum eftir samdráttaráhrif áranna 1967 og 1968 og talsvert at-
vinnuleysi á árinu 1969. Atvinnumagnið mælt í mannárum var svipað
árið 1971 og búast liefði mátt við samkvæmt fjölda fólks á vinnualdri
og líkri atvinnuþátttöku og á árunum fyrir 1967, en árin 1967 til 1970
var atvinnumagnið minna að tiltölu en þessu nam. Þegar á árinu
1972 og þó einkum er kom fram á árið 1973, einkenndist ástandið
á vinnumarkaðnum i vaxandi mæli af mikilli eftirspurn og skorts
á vinnuafli tók að gæta. Lausleg könnun meðal verktakafyrirtækja
í Reykjavík og nágrenni haustið 1973 benti t. d. til þess, að vinnuafls-
þörf í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð hafi ekki verið full-
nægt á þeim tíma. Skráð atvinnuleysi var þá í algjöru lágmarki eða
innan við %% af heildarmannafla, einungis bundið við fáa staði og
liluta úr ári. Heildaratvinna jókst um 2,7% milli áranna 1972 og
1973, sem var heldur meira en nam fjölgun fólks á vinnualdri, þann-
ig að atvinnuþátttaka virðist lieldur hafa aukizt á árinu. Þetta
verður að teljast mikil aukning, ekki sízt með tilliti til áhrifa Yest-
mannaeyjagossins á atvinnuþátttöku Vestmannaeyinga. Tölur Kjara-
rannnsóknarnefndar um hlutfallslega skiptingu vinnutíma verkafólks
og iðnaðarmanna í dagvinnu og yfirvinnu benda til þess, að yfirvinna