Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 94
92
liafi aukizt talsvert á árinu 1973, einkum þó síðari hluta ársins, en þá
virðist t. d. vinnutími verkamanna i Reykjavík liafa verið 6—7%
lengri en á sama tíma árið áður.
Atvinnuástand hélzt í aðalatriðum óhreytt fram eftir árinu 1974 frá
því sem var árið áður. Skráð atvinnuleysi var að meðaltali liið sama
og 1973 eða um 0,4% af mannafla, en tölur um aukningu atvinnu-
magns liggja enn ekki fyrir. Þegar kom fram á haustið virtist þó sem
nokkuð slaknaði á þeirri umframeftirspurn eftir vinnuafli, sem gætt
hafði í ýmsum greinum. Þannig benti lausleg könnun meðal stærstu
verktakafjæirtækja í Reykjavík og á Akureyri til þess, að vinnuafls-
þörf í byggingarstarfsemi væri fullnægt gagnstætt því, sem var á sama
tíma árið áður. Athuganir Kjararannsóknarnefndar benda einnig
til þess, að vinnutími hafi stytzt nokkuð á síðari helmingi ársins mið-
að við sama tíma árið áður.
Tekjur.
Á árinu 1973 hækkuðu samningsbundnir kauptaxtar launþega að
meðaltali um 23%% frá árinu áður, þar af um 15% vegna hækkunar
kaupgreiðsluvísitölu, en 8—9% vegna grunnkaupshækkana, aðal-
lega í marz 1973. Samkvæmt úrtaksathugun úr skattframtölum juk-
ust atvinnutekjur verkamanna um 35% og atvinnutekjur iðnaðar-
manna um 29% á árinu 1973. Þessi milda aukning atvinnutekna um-
fram hækkun kauptaxta stafaði bæði af launaskriði, þ. e. aukningu
tímalauna umfram taxtahækkun, og meiri yfirvinnu. Er sú niður-
staða studd athugunum Kjararannsóknarnefndar á greiddu tíma-
kaupi og vinnutíma í Reykjavík og nágrenni. Aukning atvinnutekna
annarra launþega hefur sennilega verið svipuð og meðalaukning tekna
verkamanna og iðnaðarmanna, þótt ekki liggi fyrir um það beinar töl-
ur. Tekjur sjómanna jukust hins vegar mun meira en tekjur verka- og
iðnaðarmanna á árinu 1973 eða um nálægt 50%, fyrst og fremst vegna
mikillar hækkunar fiskverðs i kjölfar verðhækkana sjávarafurða er-
lendis, auk þess sem loðnuafli jókst verulega. Atvinnutekjur bænda
jukust um 35% sé miðað við hækkun launaliðar í verðlagsgrundvelli
búvöru og framleiðsluaukningu. I heild er áætlað, að atvinnutekjur
hafi aukizt um 37% milli áranna 1972 og 1973 að meðtalinni fjölgun
fólks í vinnu.
Tilfærslutekjur, aðallega bætur almannatrygginga, jukust meira
en atvinnutekjur eða um 40%, einkum vegna mikillar liækkunar fjöl-
skyldubóta í maí 1973. Aðrar tekjur hafa sennilega aukizt um nálægt
35%, en í heild jukust brúttótekjur um 37,2% milli áranna 1972 og
1973. Innheimta beinna skatta jókst aðeins meira eða um 38% og sam-