Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 95
93
kvæmt því nam aukning ráðstöfunartekna heimilanna 37%. Yerðlag
vöru og þjónustu hækkaði um 25,1% á sama tírna, þannig að kaup-
máttur ráðstöfunartekna jókst um 9,5% eða að meðaltali um tæplega
8% á mann.
Tekjuþróun á árinu 1974 réðist fyrst og fremst af niðurstöðum
þeirra kjarasamninga, sem gerðir voru á fyrstu mánuðum ársins og
náðu til allra launþega. Við upphaf ársins 1974 voru kauptaxtar laun-
þega að meðaltali nær 16% hærri en á árinu 1973. Með kjarasamning-
unum á fyrri hluta árs 1974 eru grunnlaun allra launþega talin liafa
hækkað um nær 23% að meðaltali, en við það bætist 6,2% hækkun
kaupgreiðsluvísitölu 1. marz, þannig að kauptaxtar launþega hækk-
uðu um rúmlega 30%. Hjá einstökum launþegahópum var hækkunin
þó mun meiri. Kröfur launþegasamtakanna, sem settar voru fram
haustið 1973, mótuðust mjög af því góða árferði, er hér ríkti á seinni
hluta ársins og greinilegast kom fram í liagstæðri þróun viðskipta-
kjara. Þetta ástand hafði hins vegar mjög breytzt, er kjarasamningar
voru undirritaðir í lok febrúar, eins og nánar er rakið annars staðar
í þessari skýrslu. I kjarasamningunum var almennt kveðið á um vísi-
tölubindingu launa á svipaðan hátt og verið hafði, en með bráða-
birgðalögum í lok maí var ákveðið, að verðlagsbætur á laun skyldu
vera óbreyttar til ágústloka 1974. Þessi ákvæði voru síðan framlengd,
en með bráðabirgðalögum 24. september var kveðið á um greiðslu
launajöfnunarbóta í stað almennrar verðlagsuppbótar á laun umfram
þágildandi kaupgreiðsluvísitölu, 106,18 stig (sjá nánar í annál efna-
hagsmála). Launajöfnunarhæturnar jafngiltu 6% liækkun allra launa
í landinu og 1. desember hækkuðu síðan öll laun um 3% samkvæmt
kjarasamningum, en aðildarfélög ASl höfðu þá reyndar sagt sínum
samningum upp.
Frá upphafi til loka árs 1974 hækkuðu kauptaxtar launþega að með-
altali um nær 42%. Kauptaxtar verkamanna hækkuðu svipað og með-
altalið, kauptaxtar verkakvenna, iðnaðarmanna og verzlunar- og
skrifstofufólks hækkuðu um nálægt 45% að meðaltali, en kauptaxtar
opinberra starfsmanna hækkuðu mun minna eða um 36—37%. Meðal-
hækkun kauptaxta allra launþega frá 1973 til 1974 nam 48—49%.
Samkvæmt úrtaksathugun úr skattframtölum jukust atvinnutekjur
verkamanna um tæplega 51% og atvinnutekjur iðnaðarmanna um
55% milli áranna 1973 og 1974. Þetta er nokkuð umfram hækkun
kauptaxta þessara stétta, sem nam 45% og 51—52%, og samkvæmt
athugunum Kjararannsóknarnefndar var aðallega um að ræða áhrif
launaskriðs á síðari liluta árs 1973 og fyrri hluta árs 1974. Atvinnu-
tekjur annarra launþega og bænda jukust sennilega um nálægt 50%