Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 100
98
miklu lánsfjáreftirspurn var jafnframt ákveðið í lok apríl 1973 að
hækka hámarksbindiskyldu (meðalbindingu) innlánsstofnana við
Seðlabankann úr 20% i 21%, og skyldi hækkunin gilda frá og með 1.
marz. Hinn 13. september var svo bindiskyldan aftur hækkuð í sama
skyni í 22% af heildarinnstæðum, og skyldi sú hækkun gilda frá 1.
júlí. Bindiskylda vegna innstæðuaukningar hélzt hins vegar óbreytt,
30%. Reglurnar um bindiskyldu vegna innstæðuaukningar eru í reynd
óvirkar á þeim tíma, sem reglunum um hámarlcsbindingu er fullnægt,
en sé hámarksbindingin hækkuð, tekur 30% aukningarbinding að
verka, unz innstæður innlánsstofnana í Seðlabankanum hafa náð
hámarkinu á ný. Hækkanir hámarksbindingarinnar 1973 höfðu því
í för með sér, að innlánsstofnanir urðu í raun að greiða 30% af inn-
lánsaukningu inn á reikninga sína í Seðlabankanum frá 1. marz 1973.
Þróun peningamála á árinu 1974 réðist af hinni miklu eftirspurn
og öru verðlagsþróun innanlands og áhrifum ríkjandi efnahags-
ástands, sem m. a. kom fram í vaxandi rekstrar- og greiðsluerfiðleik-
um atvinnuvega og opinberra aðila og fyrirtækja. Þessi þróun leiddi
til afarmikillar útlánaaukningar bankakerfisins, en á móti vó hríð-
versnandi staða í viðskiptunum við útlönd og vaxandi viðskiptahalli
og þar með mikil gjaldeyrissala umfram gjaldeyriskaup bankakerfis-
Úr reikningum bankakerfisins 1972—1974.
Framlag þátta til breytinga á handbæru fé
í milljónum króna
í hundraðshlutum3)
Erlendar eignir, nettó1)....
Innlendar eignir, nettó ....
IJtlán Seðlabanka.........
Útlán innlánsstofnana.....
Endurlánað erlent lánsfé ...
Sjóðir í opinberri vörzlu . . .
Eigið fé o. íl............
Eignir alls = handbært fé . . . .
Peningamagn ................
Sparifé2 3).................
Bráðab.
1972 1973 1974
387 536 +9 835
3 431 8 642 19 670
+ 302 1 500 3 254
3 868 7 719 15 207
146 623 3 352
+ 185 +696 + 1 903
+96 + 504 + 240
3 818 9 178 9 835
1 112 3 335 3 125
2 706 5 843 6 710
Bráðab.
1972 1973 1974
1,7 2,1 +27,9
15,4 33,1 55,7
+ 1,4 5,7 9,2
17,3 29,5 43,1
0,7 2,4 9,5
+0,8 +2,7 + 5,4
+ 0,4 + 1,9 + 0,7
17,1 35,1 27,9
5,0 12,8 8,9
12,1 22,4 19,0
1) Úthlutun sérstakra dráttarréttinda (SDR) ekki meðtalin, né heldur bókfærð breyting erlendra
liða vegna breytinga á gengi íslenzkrar krónu.
2) Geymslufé vegna innflutnings meðtalið.
3) Breyting hvers þáttar í % af handbæru fé, þ. e. samtölu peningamagns og sparif jár, í upphafi árs.
Heimild: Seðlabanki íslands.