Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 103
101
fjárfestingarlánasjóðanna að undanförnu. Árin 1972 og 1974 voru þessi
lán u. þ. b. þriðjungur heildarútlána en tæpur helmingur 1973, enda
jukust ný útlán til sjávarútvegs um 82% á því ári, en drógust síðan
saman um 12% 1974. Útlán sjávarútvegssjóðanna sl. tvö ár liafa að
mestu leyti stjórnast af innflutningi fiskiskipa, en hin mikla aukning
litlána 1973 og samdrátturinn 1974 stöfuðu af sérstalcrierlendrilántöku
Fiskveiðasjóðs 1973 vegna togarakaupa í Japan. Útlán Fiskveiða-
sjóðs, sem er langstærsti atvinnuvegasjóðurinn, tvöfölduðust því 1973
og námu um 2 400 m.kr., en minnkuðu síðan í um 2 000 m.kr. 1974.
Lánveitingar til landbúnaðar hafa aukizt lilutfallslega mun meira en
útlán til annarra atvinnugreina sl. tvö ár, eða í heild um tæplega 150%
frá 1972 til 1974. Árið 1974 námu ný lán til landbúnaðar um 980 m.
kr. eða rúmlega 13% heildarútlána fjárfestingarlánasjóðanna saman-
borið við tæplega 10% 1972. Lánveitingar til iðnaðar námu um 910 m.
kr. 1974 og höfðu þá tvöfaldazt frá árinu 1972, en sem hluti af heild-
arútlánum fjárfestingarlánasjóðanna voru þessi lán rúmlega 12%
1974, sem var nolckru hærra hlutfall en árið 1972. í heild námu lán-
veitingar til atvinnuvega um 4 500 m.kr. 1974 og höfðu aukizt um
tæplega 82% frá árinu 1972. íbúðalán fjárfestingarlánakerfisins til
einstaklinga hafa liins vegar aukizt nokkru meira en atvinnuvega-
lánin sl. tvö ár. íbúðarlánin námu tæplega 1 200 m.kr. 1972, en jukust
Fjárstreymi fjárfestingarlánasjóða 1971—1974.
Milljónir króna.
1971 1972 1973 1974
Uppruni fjármagns:
Eigin fjármögnun 509 619 944 610
Framlög án endurgjalds 967 938 1 857 3 360
Lántökur 1 329 2 300 3 892 3 941
Þar af: Innlend lán 1 057 1 683 2 147 2 836
Erlend lán1) 272 617 1 745 1 105
Samtals 2 805 3 857 6 693 7 911
Ráðstöfun fjármagns:
Lánveitingar 2 873 4 042 5 849 7 325
Framlög og styrkir 69 79 93 137
Hreyfingar á sjóði og bankainnstæðum -H137 •^-264 751 449
1) Endurlánað erlent lánsfé til fjárfestingarlánasjóða meðtalið, samtals að fjárhæð 272 m.kr. 1971,
905 m.kr. 1973 og 800 m.kr. 1974.
Heimild: Seðlabanki íslands.