Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 108
106
gj aldaaukningarinnar varð því á útgj aldaliðum, sem beint eða óbeint
eru tengdir launum, svo sem bætur lífeyristrygginga og að talsverðu
leyti útgjöld sjúlcratrygginga aulc beinna launagreiðslna ríkissjóðs.
Aðrir veigamiklir þættir útgjaldaaukningarinnar voru niðurgreiðslur,
sem voru nær tvöfaldaðar í maí, þótt nokkur lækkun yrði aftur síðar á
árinu, fjölskyldubætur, útflutningsuppbætur á landbúnaðarafurðir og
framlög til vegamála og Byggingarsjóðs ríkisins, en markaðar tekjur
til þessara mála voru hækkaðar á árinu.
Útgjöld ríkissjóðs til kaupa á vörum og þjónustu jukust um 54,4%
í krónum talið á árinu 1974, en hlutdeild þessara útgjalda í lieildarút-
gjöldum ríkisins lækkaði hins vegar frá árinu áður úr 38,6% í 36,9%.
Samneyzluútgjöld jukust um 6—6,5% að magni, bein fjárfestingarút-
gjöld drógust nokkuð saman, en hins vegar var um talsverða aukn-
ingu opinberra framkvæmda i heild að ræða eða um 12%. Mikið af
opinberum framkvæmdum öðrum en beinum ríkisframkvæmdum er
fjármagnað með framlögum ríkissjóðs og kemur fé til þessara fram-
Fjármál ríkisins 1972—1974.*)
Milljónir króna.
1973 1974
1972 ------------------— ---------------------
Reikningur Fjárlög Reikningur Fjárlög Reikningur
1. Innheimtar tekjur ......... 17 837 21 970 24 046 29 180 35 784
Beinir skattar.............. 4 301 5 634 5 955 8 057 6 573
Óbeinir skattar............ 13 334 16 114 17 804 20 876 28 846
Aðrar tekjur............ 202 222 287 247 365
2. Gjöld1 2).................. 18 422 21 457 25 077 29 402 40 583
Samneyzla................... 5 375 6 438 7 561 8 747 11 945
Fjárfesting ................ 1 590 1 689 2 126 2 648 3 012
Tilfærslur................. 11 457 13 330 15 390 18 007 25 626
Almannatryggingar ... 5 681 7 335 8 095 9 934 12 010
Niðurgreiðslur............ 1 681 1 686 2 142 1 498 3 740
Annað .................... 4 095 4 309 5 153 6 575 9 876
3. Tekjuafgangur/-halli (-f-) -4-585 513 -4-1 031 -4-222 -i-4 799
4. Lánahreyfingar, nettó ... 702 -4-189 730 615 1 390
5. Greiðslujöfnuður3) ...... 117 324 -r-301 393 -4-3 409
1) *A-hluti ríkisreiknings og fjárlaga.
2) Gjöld samkvæmt rekstrarreikningi. Bókfærð útgjöld vegna markaðra tekjustofna umfram inn-
heimtu þessara tekna eru þó ekki meðtalin.
3) Greiðslujöfnuður er hér skilgreindur sem stöðubreyting gagnvart Seðlabanka (hlaupareikningur
og skuldabréfalán) og hreyfing bankareikninga og sjóðs.