Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 118
116
1975.
Febrúar.
Innflutningsgjald af bifreiðum hækkað úr 35 í 50% af c. i. f,-
verði fólksbifreiða og úr 20 í 25% af c. i. f.-verði annarra bíla.
Áfengisverð hækkað um 15—25% og tóbaksverð hækkað um 15%.
Marz.
Viðlagagjalci á söluskattstofn liækkað úr 1% í 2% á tímabilinu
1. marz 1975 til 31. desember 1975 (lög nr. 5/1975). Tekjur af
viðlagagjaldi (áætlaðar 1 750 m.kr.) slculu skiptast þannig, að 32%
renna til Norðfjarðardeildar til að bæta tjón af völdum snjóflóðanna
í Neskaupstað í desember 1974 og til björgunar og viðreisnarstarfs
þar, en 68% renna til að mæta skuldbindingum Viðlagasjóðs vegna
eldgossins í Vestmannaeyjum.
Álagning 1% olíugjalds á söluskattstofn framlengd tímabilið 1. marz
1975—29. febrúar 1976 (lög nr. 6/1975). Verðhækkanir af völdum
þessara gjalda, viðlagagjalds og olíugjalds, skulu ekki valda hækk-
un kaupgreiðsluvísitölu. Söluskattur verður nú samtals 20%, þ. e.
13% almennur söluskattur, 4% söluskattsauki samkvæmt lögum
nr. 10/1974 um skattkerfisbreytingu, auk 2% viðlagagjalds og 1%
olíugjalds.
Niðurgreiðslur landbúnaðarafurða auknar sem 'nemur 200 m.kr. á
heilu ári, eða sem svarar til lækkunar F-visitölu um 1% stig.
Apríl.
Lög um ráðstafanir í efnahagsmálum og fjármálum samþykkt á Al-
þingi 28. apríl (lög nr. 11/1975). Meginákvæði laganna eru þessi:
1) Heimild fyrir ríkisstjórnina til lækkunar rikisútgjalda um 3 500
m.kr. á árinu 1975.
2) Tekjuskattur einstaklinga og tekjuútsvar: a) Öll barnaívilnun til
framfæranda, þ. e. fjölskyldubætur, persónufrádráttur vegna barna
og afsláttur frá tekjuskatti vegna barna, sameinuð í einn afslátt
frá álögðum tekjuskatti, barnabætur, til greiðslu til framfæranda
ef barnabætur nýtast ekki til greiðslu á tekjuskatti lians eða
öðrum opinberum gjöldum. Fjárhæð barnabóta ákveðin 30 000 kr.
fyrir fyrsta barn, 45 000 kr. fyrir annað og fleiri börn. b) Persónu-
frádrætti hjóna og einhleypinga breytt í persónuafslátt frá álögð-
um tekjuskatti, sem nýtist einnig til greiðslu útsvars. Persónu-