Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 121
119
1) Hækkun sparifjárvaxta um 2—3 stig, vextir af sparifé bundnu til
12 mánaða urðu 12%, en af almennu sparifé 9%.
2) Hækkun almennra útlánsvaxta um 1—3 stig, mest varð vaxta-
hækkunin á nýjum skuldabréfalánum, 3 stig, og víxillánum, 2%
stig, minna á afurðalánavöxtum og minnst á afurðalánavöxtum út-
flutnings, eða 1 stig.
3) Hækkun hámarksbindiskyldu innlánsstofnana við Seðlabankann
úr 20% í 21%.
Maí.
Gefin út spariskírteini ríkissjóðs að upphæð 175 m.kr.
September.
Gefin út happdrættisskuldabréf ríkissjóðs að upphæð 100 m.kr. til
fjármögnunar framkvæmda á Skeiðarársandi.
Hámarksbindiskylda innlánsstofnana við Seðlabankann hækkuð úr
21% í 22%.
Október.
Gefin út spariskírteini ríkissjóðs að upphæð 175 m.kr.
1974.
Febrúar.
Ríkisvíxlar að upphæð 300 m.kr. til 11 mánaða gefnir út til sölu til
innlánsstofnana.
Marz.
Gefin út happdrættisskuldabréf ríkissjóðs að upphæð 250 m.kr. til
fjármögnunar framkvæmda á Skeiðarársandi.
Maí.
Samkomulag Seðlabankans og viðskiptabankanna um 22% hámarks-
aukningu heildarútlána á árinu 1974, undanskilin eru þó lán endur-
keypt af Seðlabanka og lán til Framkvæmdasjóðs.
Með bráðabirgðalögum hinn 21. maí var ákveðið, að fjárfestingar-
lánasjóðir þeir, er fá til ráðstöfunar fjármagn af útgáfu verðtryggðra
skuldabréfa, er lífeyrissjóðir kaupa samkvæmt samningi, eða af verð-
tryggðu spariskírteinafé, skuli endurlána þetta fé með sambæri-
legum skilmálum. Heimilt er að ákveða lánskjör þessara sjóða þann-
ig, að verðtrygging nái til ákveðins liluta hvers láns í tilteknum lána-