Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 127
125
ið með lögum þessum, að á gildistíma laganna, 1. október 1974—31.
maí 1975, skyldi i stað almennrar verðlagsuppbótar á laun koma
sérstakar bætur á lág laun — launajöfnunarbætur. Launajöfnunar-
bæturnar eru 3 500 kr. á mánuði á laun lægri en 50 000 kr. fyrir fulla
dagvinnu og tilsvarandi á yfirvinnu. Greiðslur launajöfnunarbóta
á mánaðarlaun hærri en 50 000 kr. lækka síðan smám saman og
hverfa með öllu við 53 500 kr. mánaðarlaun. Bætur þessar skulu
koma til endurskoðunar fari vísitala framfærslukostnaðar fram úr
358 stigum á gildistíma laganna. Launajöfnunarbæturnar voru áætl-
aðar jafngilda um 10% hækkun lægstu kauptaxta og um 6—6%%
hækkun heildarlauna i landinu.
Bráðabirgðalögin kváðu einnig á um hækkun bóta almannatrygg-
inga, óbreyttar niðurgreiðslur og strangt verðlagseftirlit á gildistíma
laganna (sjá kaflana um fjármál og almenn verðlagsmál).
Nóvember.
Sambandsstjórnarfundur ASÍ samþykkti að leita eftir umboði að-
ildarfélaga til samningaviðræðna við vinnuveitendur, en nær öll
aðildarfélög ASf höfðu þá sagt upp samningum.
Desember.
Hinn 1. desember hækkuðu grunnlaun launþega almennt um 3% eins
og gert hafði verið ráð fyrir í kjarasamningunum frá fyrri hluta ársins.
1975.
Febrúar.
Hinn 1. febrúar reyndist vísitala framfærslukostnaðar 372 stig, eða
14 stigum hærri en það mark (358 stig), sem endurskoðun launa-
jöfnunarbóta var háð, samkvæmt ákvæðum bráðabirgðalaga frá 24.
september 1974 um launajöfnunarbætur o. fl.
Marz.
Hinn 26. marz var undirritað bráðabirgðasamkomulag milli ASÍ og
vinnuveitenda fyrir tímabilið 1. marz—31. maí 1975. Samkomulagið
fól í sér 4 900 kr. bækkun mánaðarlauna lægri en 69 000 lcr. fyrir
fulla dagvinnu og tilsvarandi hækkun yfirvinnu og að laun á bilinu
69 000 kr.—73 900 kr. verði öll 73 900 kr. Jafnframt varð samkomu-
lag um, að á tímabilinu fram til 1. júní skyldu fara fram viðræður
um endurskoðun verðlagsbóta á laun. Launahækkun þessi var áætl-
uð jafngilda 13% hækkun lægstu kauptaxta, en 10—11% að meðal-
tali fyrir þavi aðildarfélög ASÍ, sem hækkunin náði til.