Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Side 128
126
A príl.
Hinn 8. apríl tókust samningar milli sjómanna á bátaflotanum og
minni skuttogurum og útvegsmanna f}TÍr tímabilið frá 1. marz til 31.
maí 1975. Meginákvæði samningsins fólu í sér hækkun skiptahlutar á
línu og netum um 1%-stig, sem talið er jafngilda um 2y2% meðal-
hækkun aflahluta sjómanna, og hækkun kauptryggingar háseta um
tæplega 11%.
Hinn 9. apríl liófst verkfall sjómanna á stóru skuttogurunum, en
samningaviðræður um nýja kjarasamninga í stað gildandi samninga
frá marz 1973 höfðu þá staðið yfir um nokkurt skeið.
Maí.
Lög um launajöfnunarbætur, bætur almannatrygginga, verðlagsmál
o. fl. samþykkt á Alþingi (lög nr. 13/1975), en í lögum þessum fólst
staðfesting bráðabirgðalaganna frá 24. september. Jafnframt var í
lögum þessum kveðið á um hækkun bótafjárhæða lífeyristrygginga
til samræmis við samkomulag ASÍ og vinnuveitenda frá 26. marz
og sérstakri hækkun tekjutryggingar elli- og örorkulífeyrisþega af
tilefni skattabreytinganna í apríl. Ennfremur kváðu lögin á urn fram-
hald strangs verðlagseftirlits og stífari lánskjör fjárfestingarlána-
sjóða (sjá kaflana um fjármál, peningamál og almenn verðlagsmál).
Júní.
Kjaradómur kvað upp úrskurði i málum BSRB og BHM og ríkisins
hinn 4. júní. Úrskurðir dómsins voru i meginatriðum í samræmi við
bráðabirgðasamkomulag ASl og vinnuveitenda frá 26. marz. Frá 1.
marz 1975 skulu mánaðarlaun lægri en 69 000 kr. hækka um 4 900,
en laun á bilinu 69000—73 900 kr. verða öll 73 900. Frá 1. maí skulu
þó öll mánaðarlaun hækka um 4 900 kr.
Hinn 13. júni var undirritaður kjarasamningur ASÍ og vinnuveit-
enda fyrir tímabilið 13. júní til 31. desember 1975. Samkvæmt samn-
ingnum skyldu öll mánaðarlaun þegar liækka um 5 300 kr. og á ný
um 2 100 kr. 1. október, jafnframt skyldu 3 500 kr. launajöfnunarbætur,
samkvæmt bráðabirgðalögum frá 24. september, svo og 4 900 kr. hækk-
un mánaðarlauna, samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu frá 26.
marz, greiðast óskertar til allra launþega frá 13. júní. Ennfremur var
samið um, að færi vísitala framfærslukostnaðar 1. nóvember 1975
fram úr 477 stigum (þó að undanskildum verðlagsáhrifum hækkunar
áfengis- og tóbaksverðs og hækkunar launaliðar í verðlagsgrund-
velli búvöru) skyldi hinn 1. desember greiða hlutfallslegar verðlags-