Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 129
127
bætur á laun að því marki sem framfærsluvísitala væri umfram 477
stig. Launahækkunin 13. júni var talin nema 10—11% að meðaltali
fyrir þá sem samningarnir náðu til.
Hinn 14. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli BSRB og
ríkisins, sem kvað á um hliðstæðar launahækkanir og sömu meðferð
verðlagsbóta og í samningi ASÍ og vinnuveitenda.
I hinum almennu kjarasamningum i júní er áætlað, að meðalhækk-
un kauptaxta allra launþega hafi numið um 10% í fyrsta áfanga, en
3y2% 1. október.
Samkomulag tókst í deilu sjómanna á stóru togurunum og útvegs-
manna binn 27. júní, og lauk þar með rúmlega 9 vikna verkfalli
togarasjómanna. Meginákvæði samningsins fólu í sér hækkun fasta-
kaups um 61% að meðaltali, en föst grunnlaun sjómanna á stóru
togurunum höfðu haldizt óbreytt frá því síðustu samningar voru
gerðir í marz 1973. Samningarnir kváðu ennfremur á um, að fasta-
kaup togarasjómanna skyldi eftirleiðis breytast með almennum kaup-
breytingum landverkafólks, en engin slík ákvæði voru i eldri samn-
ingi ólikt því sem var um aðra sjómannasamninga.
September.
Kjaradómur kvað upp úrskurð í máli BHM og ríkisins hinn 20. sept-
ember. Dómsniðurstaða var nokkuð frábrugðin samningi BSRB og
rikisins í júni, þar sem dómurinn kvað nú á um lilutfailsliækkanir
launa í stað fastrar krónutöluhækkunar. Samkvæmt dómnum skyldi
3% grunnkaupshækkun koma til framkvæmda 1. júní 1975, en frá
1. júlí hækka laun um 6—10% og enn um 2% 1. október. Verðtrygg-
ingarákvæði eru liin sömu og i júnísamningnum.
IV. Tekjuákvarðanir í sjávarútvegi.
1973.
Janúar.
Viðmiðunarverð Verðjöfnunarsjóðs á frystiafurðum og saltfiski var
hækkað í samræmi við spár um markaðsverð fyrir tímabilið janú-
ar—maí. Ennfremur var ákveðið, að viðmiðunarverð á frystiafurð-
um, sem ákveðið er í dollurum, skyldi miðast við stofngengi, en sölu-
verð aftur á móti við viðskiptagengi á hverjum tíma.