Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 132
130
Ágúst.
1 sambandi við gengisfellingu krónunnar 29. ágúst samþykkti Alþingi
30. ágúst lög (nr. 78/1974) um ráðstafanir vegna ákvörðunar Seðla-
banka íslands um breytingu á gengi íslenzkrar krónu, þar sem kveðið
er á um ráðstöfun gengismunar af útflutningsvörubirgðum og ó-
greiddum útflutningi sjávarafurða. í lögum þessum var gert ráð
fyrir ráðstöfun hluta gengismunarins í þrennu lagi: a) Til að greiða
hækkanir flutningskostnaðar af völdum gengisbreytingarinnar, vegna
þeirra afurða, sem gengismunur er greiddur af. b) Til greiðslu gengis-
bóta til Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins vegna taps sjóðsins af
völdum gengisbreytingarinnar. c) Til þess að greiða þann halla,
sem myndaðist vegna niðurgreiðslna olíu til fiskiskipa frá upphafi
ársins til septemberloka 1974. Áætlað var, að yrðu Verðjöfnunarsjóði
greiddar fullar gengisbætur, næmu greiðslur samkvæmt þessum
þremur liðum um 850 m.kr., en i heild var gengismunur af sjávar-
vörum áætlaður nema um 1 650 m.kr.
September.
Hinn 20. september voru sett bráðabirgðalög um ráðstafanir í sjávar-
útvegi og ráðstöfun gengishagnaðar:
1) Almennt fiskverð skyldi ákveðið eins fljótt og við yrði komið og
gilda frá 1. september og ekki skemur en til 31. desember. Við
fiskverðsákvörðun skyldi þess gætt, að almennt fiskverð hækkaði
ekki meira en 11% að meðaltali frá gildandi verði.
2) Með lögum var stofnfjársjóðsgjald af verðmæti landaðs sjávar-
afla innanlands ákveðið sem 15% af verðmæti alls afla í stað
10% af almennum afla og 20% af síld og humri. Þessi breyting
fól í sér um 4,6% meðalhækkun stofnfjársjóðsgjalds. Jafnframt
var stofnfjársjóðsgjaldi vegna landana erlendis breytt á hliðstæð-
an hátt.
3) Lögin kváðu á um starfrækslu Olíusjóðs fiskiskipa í þeim tilgangi
að greiða niður verð á brennsluolíu til fiskiskipa. Tekna til sjóðs-
ins skyldi aflað með sérstöku útflutningsgjaldi, 5,5% af f. o. b.-
verðmæti saltfisks og skreiðar og 4% af f. o. b.-verðmæti annars
sjávarafurðaútflutnings. Tekjur af útflutningsgjaldi þessu voru
áætlaðar um 1 230 m.kr. á heilu ári.
4) Með bráðabirgðalögunum var lögum um útflutningsgjöld af sjávar-
afurðum breytt þannig, að magngjöld (tonnagjöld) voru hækkuð
um 40%. Áætlað var, að þessi breyting vlli hækkun heildartekna af