Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 135
Maí.
Lög um ráðstöfun gengismunar í þágu sjávarútvegsins, samkvæmt
lögum nr. 2/1975, og um ráðstafanir vegna hækkunar brennsluoliu-
verðs til fiskiskipa voru gefin út 27. maí (nr. 55/1975).
1) 1 lögunum er gert ráð fyrir ráðstöfun gengismunar af birgðum
sjávarafurða að fjárhæð rúmlega 1 600 m.kr. til ýmissa þarfa í
sjávarútvegi, í meginatriðum sem hér segir: a) Til að létta stofn-
kostnaðarbyrði eigenda fiskiskipa vegna gengistaps af erlendum
og gengistryggðum skuldum, 950 m.kr. b) Til Fiskveiðasjóðs til
lánveitinga, 300 m.kr. c) Til að mæta greiðsluhalla Olíusjóðs til
15. febrúar 1975, 80 m.kr. d) Til Tryggingasjóðs, 100 m.kr. e) Til
lífeyrissjóða sjómanna, 75 m.kr. f) Til ýmissa annarra þarfa, um
120 m.kr.
2) Með lögunum voru útflutningsgjöld til Oliusjóðs fiskiskipa hækk-
uð sem hér segir: a) Ur 5,5% í 11,5% af f. o. b.-verðmæti saltfisks
en í 9,5% af verðmæti skreiðar. b) Úr 4% i 6% af f. o. b.-verð-
mæti mjöls og lýsis. c) Úr 4% i 8% af f. o. b.-verðmæti annars
sjávarafurðaútflutnings. Tekjuauki Olíusjóðs áætlaður 1 400 m.kr.
á heilu ári.
Júní.
Hinn 20. júní ákvað yfirnefnd Verðlagsráðs um 11% hækkun al-
menns fiskverðs fyrir tímabilið júni-september. Viðmiðunarverð
Verðjöfnunarsjóðs ákveðið þannig, að við ríkjandi markaðsverð og'
gengisskráningu var gert ráð fyrir greiðslum úr sjóðnum vegna
freðfisks sem nam 2 600 m.kr. á heilu ári.
V. Verðlagning búvöru.
1973.
Janúar.
Afurðaverð til bænda hækkað um 2,4% 15. janúar, einkum vegna
aukins fóðurkostnaðar.
Marz.
Afurðaverð til bænda hækkað um 11,4% 1. marz, einkum vegna
13,6% hækkunar á launalið og aukins kostnaðar fóðurs, flutninga,
viðhalds og rafmagns.