Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 136
134
Júní.
Hinn 1. júní var afurðaverð til bænda hækkað um 6,1%, einkum
vegna aukins áburðarkostnaðar og launakostnaðar auk annarra
kostnaðarhækkana.
September.
Afurðaverð til bænda hækkað um 7,5% 1. september, nálægt 3,8%
vegna 6,8% hækkunar á launalið og um 3,7% vegna hækkunar á
öðrum kostnaði í verðlagsgrundvelli.
Desember.
Hinn 1. desember var afurðaverð til bænda hækkað um 8,8%, þar af
um 4% vegna 7,4% hækkunar launaliðar.
1974.
Marz.
Hinn 1. marz var afurðaverð til bænda hækkað um 18% að meðal-
tali, þar af rúmlega 14% vegna 26,9% hækkunar á launalið verðlags-
grundvallar (19,5% í kjölfar almennra kjarasamninga og 6,2% vegna
hækkunar kaupgreiðsluvísitölu). Ennfremur hafði annar framleiðslu-
kostnaður hækkað og einnig var hækkun á dreifingarkostnaði.
Maí.
Með bráðabirgðalögunum frá 21. maí um tímabundnar ráðstafanir til
viðnáms gegn verðbólgu var kveðið á um, að launaliður verðlags-
grundvallar búvöru slcyldi haldast óbreyttur til 31. ágúst 1974.
Ágúst.
Hinn 20. ágúst var afurðaverð til bænda hækkað um 9,5%, einkum
vegna 45% hækkunar áburðarverðs.
September.
Hinn 23. september var afurðaverð til bænda hækkað um 2,4%,
einkum vegna aukins fjármagnskostnaðar.
Með bráðabirgðalögunum um launajöfnunarbætur, bætur almanna-
trygginga og verðlagsmál frá 24. september var kveðið á um, að laun
bónda og verkafólks hans í verðlagsgrundvelli búvöru skyldu hækka
um 5,5% vegna launajöfnunarbóta. Hækkun á búvöruverði til bænda
af völdum þessarar hækkunar launaliðar skyldi ekki greidd út í hlut-