Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 137
135
falli við framleiðsluverömæti, heldur jafnað þannig til bænda, að
hún gagnaðist eingöngu hinum tekjulægri í þeirra hópi.
Desember.
Hinn 1. desember var afurðaverð til bænda hækkað um 9,7% eink-
um vegna launajöfnunarbóta, 3% grunnkaupshækkunar svo og auk-
ins fóðurkostnaðar.
1975.
Marz.
Hinn 10. marz var afurðaverð til bænda hækkað um 5,6%, sem hafði
i för með sér 6—7% hækkun smásöluverðs búvöru til neytenda.
Júní.
Hinn 4. júní var afurðaverð til bænda hækkað um 13,3%, sem að
öllu jöfnu liefði leitt til um 18% hækkunar smásöluverðs; vegna
aukningar niðurgreiðslna hélzt smásöluverð hins vegar nær óbreytt.
September.
Hinn 15. september var afurðaverð til bænda hæklcað um 13,7%,
vinnslu- og dreifingarkostnaður liækkaði einnig verulega og hafði
þetta í för með sér u. þ. b. 20% hækkun á smásöluverði mjólkurafurða
og 30% verðhækkun á kjöti.
VI. Almenn verðlagsmál.
1973.
Janúar.
Verðlagseftirliti haldið áfram. Verðlagsnefnd ákvað, með samþykki
ríkisstj órnarinnar, að verð á íslenzkum iðnaðarvörum mætti hækka
sem næmi áhrifum gengisfellingarinnar til aukins hráefniskostnaðar.
Apríl.
Hinn 30. apríl voru sett bráðabirgðalög um niðurfærslu verðlags vöru
og þjónustu um 2% i sambandi við gengishækkun krónunnar sama
dag. Skyldi verðlækkunin ná til allrar vöru, þ. m. t. búvöru, og all-
rar söluskattskyldrar þjónustu auk afnotagjalda hljóðvarps og sjón-
varps og rafmagns- og hitaveitugjalda. Verðlag innfluttrar vöru og