Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 140
138
lækkun véla- og hráefnatolla — og í sambandi við fríverzlunarsamn-
ingana við EFTA og EBE — samræmingu og lækkun ýmissa fjár-
öflunartolla, svo sem tolla á samkeppnisvörum frá löndum utan
EFTA og EBE.
Maí.
Settar reglur varðandi vöruinnflutning um greiðslu innborgunar-
fjár til banka við gjaldeyriskaup eða innlausn skjala i banka gegn
víxli eða öðru skuldaskjali. Innborgunarlilutfall ákveðið 25% af inn-
lausnarverði vöruskjala (gjaldeyriskaupum) og skal féð bundið
á reikningi við Seðlabankann í 90 daga, samkvæmt nánari reglum.
Reglur þessar skyldu ekki ná til greiðslna fyrir mikilvæg hráefni
til iðnaðar, korn né fóðurvöru, oliuvöru, veiðarfæri, nokkrar teg-
undir matvöru og fleira. Gildistími reglnanna ákveðinn frá 20. maí
til septemberloka 1974.
Ágúst.
íslendingar tóku að láni hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum jafnvirði gull-
framlags síns til sjóðsins (gullhlutalán) að fjárhæð 5.75 m. SDR (um
670 m.kr. á þáverandi gengi).
September.
Ákveðið að afnema það innborgunarkerfi við innflutning, sem komið
var á fót í maí, með lækkun innborgunarhlutfalls i jöfnum áföngum
fyrst úr 25% í 20% 6. september, en síðan með 5% lækkun i lok
hvers mánaðar unz kerfið yrði að fullu afnumið í árslok.
Október.
Viðræður fóru fram í Moskvu um viðskipti Islands og Sovétríkjanna.
Samkomulag tókst um sölu á 10 þús. tonnum af fiskmjöli til Sovét-
ríkjanna. Ennfremur var samið um greiðslu viðskiptaskuldar íslands
við Sovétríkin, einkum vegna hækkunar oliuverðs, en samningar
þessir fólu í sér greiðslufrest nær helmings skuldarinnar til allt að
tveggja ára.
I október var ennfremur gengið frá samningi um olíukaup frá Sovét-
ríkjunum á árinu 1975.
Desember.
Islendingum var veitt lán úr hinum sérstaka olíulánasjóði Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins, sem lcomið var á fót fyrr á árinu, en olíulánasjóði
þessum er ætlað að mæta hluta af þeirri rýrnun gjaldeyrisforðans,