Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Blaðsíða 142
140
Marz.
Eðlileg gjaldeyrisviðskipti hófust að nýju 19. marz eftir tveggja vikna
hlé vegna lokunar erlendra gjaldeyrismarkaða. Gengi krónunnar
gagnvart Bandaríkjadollar var ákveðið óbreytt, en Seðlabankinn
tilkynnti samtímis, að sú ákvörðun yrði endurskoðuð, yrðu veruleg-
ar breytingar á gengi gjaldmiðla í Evrópu næstu vikurnar.
Apríl.
Seðlabankinn ákvað 27. apríl, með samþykki rikisstjórnarinnar, 6%
hækkun stofngengis íslenzku krónunnar.
Júní.
Með bráðabirgðalögum 14. júní var Seðlabankanum heimilað, að
fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að skrá daglegt kaup- og sölu-
gengi krónunnar fyrir ofan þau efri mörk, 2^4% frá stofngengi, sem í
gildi voru. Sama dag ákvað Seðlabankinn að nota þessa heimild til
sveigj anlegri gengisskráningar, og samsvaraði fyrsta skráning Banda-
ríkjadollars 15. júní um 2,2% hækkun krónunnar gagnvart Banda-
ríkj adollar.
September.
Seðlabankinn ákvað 13. september, með samþykki ríkisstj órnarinn-
ar, 3,6% hækkun markaösgengis krónunnar. Gengishækkun þessi
var formlega í engu frábrugðin þeim gengishækkunum, sem gerðar
höfðu verið frá þvi breytileg gengisskráning islenzku krónunnar var
tekin upp 14. júní, en var mun meiri.
1974.
Janúar.
Með breytingu á lögum um Seðlabanka íslands, sem tók gildi 1. jan-
úar, var Seðlabankanum heimilað, að fengnu samþykki ríkisstjórn-
arinnar, að ákveða mörk leyfilegs munar stofngengis og kaup- og
sölugengis íslenzkrar krónu.
Maí.
Seðlabankinn ákvað hinn 17. maí með samþykki ríkisstjórnarinnar,
4% gengislækkun krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar. Þessi lækk-
un var mun meiri en fyrri gengislækkanir á árinu, en eftir þessa
gengisbreytingu var gengi krónunnar um 10% lægra gagnvart dollar
en við upphaf ársins 1974.