Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 185
Dr. Sigfús A. Schopka:
Þorsk-, ýsu- og ufsaaflinn árið 1975.
Þorskur.
Sókn í íslenska þorskinn hefur aldrei verið meiri en nú. Þrátt fyrir
útfærslu landhelginnar í 50 sjómílur virðist sókn útlendinga lítið
hafa minnkað og sókn íslendinga hefur aukist talsvert með stækk-
andi skipastól. Engu að siður hefur þorskaflinn minnkað úr 471 000
lestum árið 1970 i 379 000 lestir árið 1973. Þessum minnkandi afla
veldur einkum tvennt:
1) Þeir árgangar, sem veiðin byggist á, eru flestir undir meðallagi.
2) Vegna minnlcandi stofnstærðar við Grænland hefur dregið veru-
lega úr þorskgöngum þaðan.
Þá má og nefna, að sóknarþunginn á öllum miðum er svo mikill, að
meira er veitt af smáþorski en sem nemur eðlilegri grisjun stofnsins,
og fæst því ekki lengur hámarksnýting út úr stofninum. Hefur þetta
ástand nú ríkt um nokkurra ára skeið og fer versnandi.
Aflahorfur næsta árs munu mjög einkennast af þeim liðum, sem
hér hafa verið taldir upp. Sá árgangur, sem verður mest áberandi
í veiðinni, er árgangurinn frá 1970. Þessi árgangur er aðeins að hluta
orðinn kynþroska og því mun hans einkum gæta í aflanum fyrir NV.-,
N.- og A.-landi. Þar sem engra gangna er að vænta frá Grænlandi á
næsta ári og þeir íslensku árgangar, sem vetrarvertíðin SV.-lands
byggist á, eru allir undir meðallagi, er gert ráð fyrir lélegri vetrar-
vertíð. Nýliðin vetrarvertið SV.-lands var mjög lök, og eins og búist
hafði verið við. Allt bendir til þess að sú næsta verði síst skárri. Með
þeirri sóknaraukningu, sem orðið hefur undanfarin ár, er reiknað
með, að heildarþorskaflinn á íslandsmiðum í ár verði tæpar 370 þús.
lestir, en árið 1975 lækki aflinn í rúmar 350 þús. lestir.
Hvernig skiptist svo aflinn milli íslendinga og annarra þjóða? Við
fyrri spár var gert ráð fyrir, að við útfærslu landhelginnar árið 1972
og vegna aukningar íslenska fiskiskipaflotans, mjmdum við veiða um
65% heildarafla ársins 1973 og 70% heildarafla ársins 1974. í raun
fengum við ekki nema tæp 62% þorskafla ársins 1973 í okkar hlut,
sem er svipað og meðaltal áranna 1968—1972 (61%). Það virðist því
vera nokkuð mikil bjartsýni að reikna með, að hlutur okkar næsta
ár nái 70%. Ef reiknað er með 65% i ár og aftur árið 1975 verður
þorskafli islendinga 240 þús. lestir í ár en 228 þús. lestir árið 1975.