Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 187
185
ekki þyrfti að taka tillit til annars en stærðar hrygningargangnanna
hverju sinni væri tiltölulega auðvelt aS geta sér til um aflahorfur
svo ekki skeikaSi verulegu. Þessu er þó ekki þannig variS, því veður-
far, hegðun göngunnar, skipulagning löndunar, afkastageta og þróar-
rými verksmiðjanna, stærð, fjöldi og búnaður veiðiskipa, ástand á
vinnumarkaSi, leitarþjónusta og jafnvel afurðaverð getur hvert um
sig haft afgerandi áhrif. Þrátt fyrir þetta verður að telja ómaksins
vert að reyna að meta aflahorfur fyrirfram, enda mikil fiskgengd
frumskilyrði mildls afla og fyrri tilraunir gefið allsæmilega raun.
Að því er varðar loðnuna eru fyrri aflaspár fáar og kann tilviljun
að hafa ráðið nokkru um hversu eftir hefur gengið. Aflaspár, sem
gerðar voru að ósk hagrannsóknadeildar Framkvæmdastofnunar
ríkisins, fyrir árin 1973 og 1974 og afli þau ár var sem hér segir:
Þús. lestir
Vertið Spá Afli
1973 375—425 440
1974 400—500 460
Eins og sjá má fór loðnuaflinn 1973 talsvert yfir það mark, sem trú-
legast þótti. í greinargerð, sem spánni fylgdi, var m. a. gert ráð fyrir
þeim möguleika, að loðna veiddist í stórum stíl austanlands utan
venjulegra veiðisvæða, eins og þau höfðu verið fram til þess tíma.
Þetta varð, og það, ásamt velheppnaðri starfsemi Loðnunefndar o. fl.,
varð til þess, að þrátt fyrir eldgosið i Eyjum fór aflinn verulega
fram úr því, sem sennilegast þótti. Sama hefði trúlega orðið uppi
á teningnum á s. 1. vertíð ef ótti við verkföll og heldur erfitt tíðar-
far um tíma hefði ekki dregið nokkuð úr afköstum. Þá lenti leitar-
skipið fram hjá fyrstu göngunni í ársbyrjun, en slíkt getur alltaf
átt sér stað þegar eitt skip þarf að leita stórt svæði og mikið liggur
við að finna gönguna sem fyrst.
Frá árinu 1970 hefur Hafrannsóknastofnunin látið gera árlegar at-
huganir á fjölda og útbreiðslu fiskseiða i hafinu við og umhverfis
landið. Tilgangur þessara athugana er að meta hlutfall viðkomandi
árgangs hinna ýinsu fisktegunda strax á fyrsta aldursári. Að þvi er
varðar loðnuna hafa þessar athuganir tekist vel og niðurstöður lofa
góðu. Eins og menn vita standa aðeins tveir árgangar að hrygningu
loðnunnar, þ. e. 3 og 4ra ára fiskur. Á næstu vertíð eru það því
árgangarnir frá 1971 og 1972, sem munu bera uppi veiðina. Rannsókn-
ir, sem gerðar voru í ágúst-september þau ár, sýndu, að báðir þessir
árgangar voru, sem seiði, góðir, þótt stærri árgangar hafi síðan
ldakist bæði 1973 og 1974.