Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Síða 189
187
hefur þótt ástæðulaust að hvetja til vor- og sumarveiða. Er kemur
fram í september hefur hrygningarloðnan liins vegar náð fullri
stærð og hámarksfitu (14—20%). Því væri ómaksins vert að fá endan-
lega úr því skorið með samvinnu rannsókna- og veiðiskipa, hvort
unnt væri með réttum útbúnaði að stunda arðbærar loðnuveiðar
seinustu 3—4 mánuði ársins.
Hrafnkell Eiríksson:
Humaraflinn árið 1975.
Við mat á veiðiþoli og ástandi humarstofnsins hverju sinni er eink-
um stuðst við eftirfarandi þrjá meginþætti:
1) Sókn 1 stofninn ár hvert auk meðalsóknar nokkurra undangeng-
inna ára.
2) Aflabrögð á hverju veiðisvæði og í heild, miðað við afla á togtíma
og heildarafla.
3) Humarstærð og önnur aflasamsetning.
Enda þótt þannig sé mögulegt að gera sér nokkra grein fyrir ástandi
stofnsins hverju sinni, gera ýmsar ytri aðstæður nákvæmar spár um
aflabrögð erfiðar, svo að ekki skakki einhverju.
Útreikningar, sem nýlega hafa verið gerðir á veiðiþoli humarstofns-
ins, sýna, að með hagkvæmastri nýtingu megi taka úr stofninum u. þ.
b. 3600 lestir á ári að jafnaði miðað við þau mið, sem nú eru þekkt.
Enda hefur þróun veiðanna verið sú að þegar veiðar hafa farið
mikið yfir þessi mörk eins og t. d. árin 1963—1966 og 1970—1972,
hefur veruleg minnkun á afla á togtíma og humarstærð fylgt í kjöl-
farið, sbr. árin 1967—1968 og 1972—1973. Ofangreindir þættir koma
fram á meðfylgjandi mynd, sem sýnir gang humarveiðanna við Is-
land frá upphafi hvað snertir aflamagn, sókn, afla á togtíma og
humarstærð.
Þar eð sýnt þótti eftir humarvertíðina 1972, að áframhaldandi
aflabrestur yrði og þá einkum vegna óæskilega mikillar sóknar árin
1970—1972, lagði Hafrannsóknastofnunin til að settur yrði heildar-
aflakvóti á veiðarnar, þar eð nauðsyn bar til að takmarka sóknina.
Yar kvótinn ákveðinn 3000 lestir árið 1973 og síðan 2000 lestir i ár.
Enda þótt veiðitakmarkanir þessar kæmu ekki í veg fyrir áframhald-
andi minnkun á afla á togtíma þegar 1973, má sjá verulegan árangur
á humarvertíðinni i ár, er aflinn á togtíma jókst úr 31 kg i 39 kg, eða
um tæp 26%. Samkvæmt aflakvótanum 1974 hefði mátt reikna með