Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 199
Eftirmáli
Það mat á aflahorfum 1975, sem birtist hér að framan, var sett fram
af sérfræðingum Hafrannsóknastofnunarinnar í lok ársins 1974. Þjóð-
liagsstofnun hefur stuðzt við þessar spár um fiskgengd og fiskafla
við gerð spáa og áætlana um útflutningsframleiðslu ársins 1975 alveg'
fram til þessa, að beinar tölur frá árinu sjálfu taka við. Yfirleitt má
segja, að spár fiskifræðinganna hafi staðizt vel fyrir árið í ár. Grein-
ar þessar hafa að geyma ýmsan fróðleik um fiskstofna, sem held-
ur sínu gildi þótt langt sé á árið 1975 liðið. Því þótti rétt að þær birt-
ust liér í heild.
Þorskur.
Eins og kunnugt er hefur Hafrannsóknastofnunin nýverið hirt skýrslu
um ástand fiskstofna á Islandsmiðum. Þar kemur fram sú skoðun,
að ekki sé æskilegt að veiða þar meira en 230 þús. tonn af þorski
i lieild á næsta ári, eða nálægt afla íslendinga einna i ár og 1974.
Þetta fæli i sér minnkun heildarþorskaflans við ísland um meira
en 100 þús. tonn. Að hve miklu leyti gengið verður að þessum tillögum
er ekki vitað enn. Um skiptingu þorskaflans milli íslendinga og' er-
lendra þjóða er vitaskuld afar örðugt að spá við rikjandi aðstæður
i fiskveiðilögsögumálum. Af framangreindum ástæðum verða því
ekki settar hér fram ákveðnar hugmyndir i þessu efni.
Loðna.
Þær uplýsingar, sem nú liggja fyrir um útlit og horfur í loðnuveið-
um næsta ár, eru nánast samhljóða þeim, sem lágu til grundvallar
spánni fjTÍr yfirstandandi ár og lesa má hér að framan. Rannsókn-
ir á magni og útbreiðslu loðnuseiða hafa sýnt, að árgangurinn frá
árinu 1973 er stór, hinn slærsti, sem þá hafði komið fram. Hann mun
væntanlega bera uppi veiðina að %—% hlutum í vetur. Seinni tíma
rannsóknir hafa að mestu staðfest þetta. Þess vegna er gert ráð fyrir,
að loðnugöngur verði af svipaðri stærðargráðu og verið hefur og
afli á timabilinu janúar-apríl 1975 því sennilega 4—500 þús. lestir, en
allt að 600 þús. lestir við hagstæð skilyrði.