Þjóðarbúskapurinn - 01.10.1975, Page 200
198
Humar.
Er ákvörðun var tekin um aflakvóta liumars á sl. humarvertíð þóttu
söluhorfur á smáhumri það lélegar, að ákveðið var að liækka ekki
hámarksaflann frá 1974, sem var 2 000 lestir. í raun fór aflinn að
vísu nokkuð j'fir þessi mörk eða í 2 307 lestir. Reiknað hafði verið
með aukningu á meðalafla á togtíma úr 39 kg 1974 í u. þ. b. 45 kg
í ár, en það brást og varð meðalafli á togtíma hinn sami og 1974.
Ein meginástæðan er talin lélegar gæftir á líðnu sumri vegna tíðrar
sunnan og vestanáttar.
Árin 1973 og 1974 virtust ekki koma fram sterkir nýjir árgangar,
og má ef til vill rekja það til „köldu áranna“ fyrir 1970. í sumar brá
svo við, að fram kom sterkur stofn af humri, sem er að verða veiði-
bær, að líkindum árgangurinn 1970—1971. Mun þessi humar gefa
af sér aukna veiði á komandi árum. Þar eð þessi humar verður enn
smávaxinn á vertíðinni 1976 þykir ekki ráðlegt að auka sóknina veru-
lega að svo komnu máli, en ætla má, að aflakvóti humars 1976 verði
2500—3000 lestir.
Rækja.
Töluverðar upplýsingar hafa bæzt við síðan að greinin „Rækjuafli
1975“ var skrifuð. Taflan hér á eftir sýnir heildarafla 1974 og varan-
legan hámarksafla á ári, talið í lestum.
Svæði Heildarafli árið 1974 Varanlegur hámarksafli á ári
Eldeyjarsvæðið 238 860— 930
Breiðafjörður 913 550— 650
Arnarfjörður 579 550— 600
Isafjarðardjúp 2 442 2 150—2 350
Húnaflói 2 168 1 800—2 300
Djúpslóð við Norðurland 73 ?
Berufjörður 54 60— 65
Alls 6 467 5 970—6 895
Eins og áður eru föiur frá ísafjarðardjúpi og Arnarfirði áreiðan-
legastar. Línur hafa þó skýrst um Rerufjörð, Breiðafjörð og Eldeyjar-
svæðið. Kolluáll er ekki reiknaður með. Ýmislegt bendir til þess, að
sami stofnhluti sé á Breiðafirði og Eldeyjarsvæðinu. Óráðlegt er þó
að taka varanlegan hámarksafla þeirra á öðru svæðinu. Húnaflói er
enn örðugur viðfangs og útreikningar þvi ekki nægilega áreiðanlegir.
Á þessu ári hafa fundist ný mið á Axarfirði. Þar hafa fengist a. m. k.