Gríma - 01.09.1948, Side 5

Gríma - 01.09.1948, Side 5
1. Þáttur af séra Oddi á Miklabæ og Solveigu. [Jón Jóhannesson á Siglufirði skrásetti.] 1. Frá séra Oddi. Oddur prestur var sonur Gísla biskups Magnússon- ar á Hólum og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur. Hann var fæddur að Miðfelli í Hrunamannahreppi 1740, því að hann var 46 ára, þá er hann hvarf. Séra Oddur vígðist til Miklabæjar í Blönduhlíð 1. nóv. 1767 og var þar prestur til þess er hann hvarf 1786, eða í rúm 19 ár. Séra Oddi er svo lýst, að hann hafi verið hinn gervi- legasti maður, fríður sýnum og höfðinglegur og karl- menni hið mesta. Hversdagslega er sagt, að hann væri hæglundaður og óhlutdeilinn, en væri þó að eðli rík- lundaður og kappgjarn, svo sem hann átti kyn til. Var hann talinn vel látinn af sóknarmönnum sínum og öðr- um þeim, er kynni höfðu af honum. Séra Oddur bjó ókvæntur á Miklabæ í níu eða tíu ár

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.