Gríma - 01.09.1948, Page 5
1.
Þáttur af séra Oddi á Miklabæ
og Solveigu.
[Jón Jóhannesson á Siglufirði skrásetti.]
1. Frá séra Oddi.
Oddur prestur var sonur Gísla biskups Magnússon-
ar á Hólum og konu hans, Ingibjargar Sigurðardóttur.
Hann var fæddur að Miðfelli í Hrunamannahreppi
1740, því að hann var 46 ára, þá er hann hvarf. Séra
Oddur vígðist til Miklabæjar í Blönduhlíð 1. nóv. 1767
og var þar prestur til þess er hann hvarf 1786, eða í rúm
19 ár.
Séra Oddi er svo lýst, að hann hafi verið hinn gervi-
legasti maður, fríður sýnum og höfðinglegur og karl-
menni hið mesta. Hversdagslega er sagt, að hann væri
hæglundaður og óhlutdeilinn, en væri þó að eðli rík-
lundaður og kappgjarn, svo sem hann átti kyn til. Var
hann talinn vel látinn af sóknarmönnum sínum og öðr-
um þeim, er kynni höfðu af honum.
Séra Oddur bjó ókvæntur á Miklabæ í níu eða tíu ár