Gríma - 01.09.1948, Side 14

Gríma - 01.09.1948, Side 14
12 ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma nokkuð sérlegur í háttum og hlaupið eittsinnfráöðrum mönnum til fjalls. Hann reið um á Víðivöllum, er hann kom aftur um kvöldið, og drakk þar kaffi. Bauð Vigfús sýslumaður Scheving lionum fylgd heim, því að hláku- myrkur gerði mikið um kvöldið, en hann vildi ekki þiggja, því að hann var algáður, en örskammt að Mikla- bæ og slétt gatan. En urn morguninn eftir var hestur- inn í mýri fyrir neðan völlinn, með reiðtygjum, en prestur var horfinn, og leituðu hans 40 menn í átta claga, en hann varð aldrei fundinn og ekkert af honum, og voru þar um margar getur, því að margt var til dreg- ið, og engar líklegar, en það þótti einna líklegast, að hann hefði farið í Gegni, stokk einn í Jökulsá, er köll- uð er Héraðsvötn, þó að eigi fyndist hann.“- Ólafur Sigurðsson dbrm. í Ási segist í æsku hafa heyrt, að Jón Steingrímsson (Ólafur nefnir hann Þor- steinsson), vinnumaður séra Odds, hafi látið hnakk- sessu hans undir höfðalag sitt, til þess að vita, hvort sig dreymdi ekki prest. Og þegar hann var sofnaður, þótti honum séra Oddur koma til sín og segja: „Mér var ekki hægt að láta ykkur heyra til mín, því að Solveig dró mig þrisvar sinnum niður af baðstofuveggnum.“ Þá þótti Jóni Solveig koma, heldur illileg; hvarf þá prest- ur, en hún óð að Jóni með hnífinn og sagðist skyldu skera hann, ef hann væri með slíka forvitni. Var Jón þá vakinn og tekin burtu sessan. — ("Lesbók Morgunbl. 1946, bls. 284). í Þjóðs. J. Árnasonar er sagt lítið eitt öðruvísi frá þessu, en þar er einnig vinnumaðurinn nefndur Þor- steinn. Þar segir þannig frá, að Þorsteinn svæfi í rúmi gegnt konu þeirri, er sofið hafði hjá Solveigu áður en hún fyrirfór sér (þ. e. Guðlaugu Björnsdóttur áður nefndri). „Var hún bæði skýr og skyggn. — Þorsteinn

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.