Gríma - 01.09.1948, Side 20
18
ÞÁTTUR AF SÉRA ODDI Á MIKLABÆ [Gríma
venjast. Guðríði fannst geigur nokkur grípa sig, og var
hún þó kona einbeitt og vel huguð. Hugsaði hún sér
nú að komast fram fyrir konu þessa, eða a. m. k. ná
henni, og greikkaði Guðríður því sporið, en hvernig
sem hún flýtti sér, var bilið milli hennar og stúlku þess-
arar alltaf jafnt, og svo virtist sem stúlkan vildi ávallt
bægja Guðríði til fjallsins. Leitaðist þá Guðríður við
að ganga fjalls megin við hana, en þá var stúlkan óðara
komin þar í veg fyrir hana. Gekk svo í þófi þessu milli
Guðríðar og stúlkunnar alllanga hríð, og var sama
hvoru megin Guðríður vildi ganga við hana, að stúlkan
var alltaf komin þar í veg fyrir hana. Guðríður fjar-
lægðist því sífellt meir hina réttu leið. Einnig var
sama, hvort Guðríður gekk hægt eða hratt, að bilið
milli þeirra var ávallt jafnlangt. Loksins þegar Guð-
ríður var komin drjúgan spöl afleiðis og orðin lafmóð,
tók hún það ráð að ganga beint áfram eins og hún
sæi ekki stúlku þessa. Þá brá svo við, að stúlkan leystist
upp sem í reyk og hvarf henni.
Guðríður lýsti stúlku .þessari á þann veg, að hún
hefði verið fremur lág vexti, en gildvaxin nokkuð;
hefði verið með mikið svart eða dökkleitt hár, fremur
óhirðulegt og úfið, en andlitsfall hennar sá Guðríður
ekki. Hún var í rauðri peysu eða bol og gráleitu pilsi.
Amma Guðríðar hafði verið barn á Miklabæ, þegar
Solveig fyrirfór sér, og mundi hún Solveigu vel og
hafði lýst henni í áheyrn Guðríðar. Stóð lýsing hennar
heima við svip þann, er Guðríður sá þarna. Guðríður
var, að sögn kunnugra, kona óskreytin og réttorð. Taldi
hún vafalaust, að hún hefði þarna séð svip Solveigar.
Þegar eg var að alast upp, á síðustu tugum 19. ald-
arinnar, lifðu enn í munni alþýðunnar í Skagafirði
sagnir um atburðina á Miklabæ, dauða Solveigar og