Gríma - 01.09.1948, Page 33

Gríma - 01.09.1948, Page 33
2. Þáttur af Kjartani í Seli. [Eftir handriti Ásmundar Helgasonar frá Bjargi.] 1. Ætt Kjartans. Kjartan Lárus Pétursson — eða Kjartan i Seli, eins og hann vanalega var kallaður — var fæddur í Eski- fjarðar-kaupstað 1845. Faðir hans hét Pétur Vilhelm Brandt, en móðir Péturs var María Andersen, sem var ráðskona hjá Kjartani kaupmanni ísfjörð á Eskifirði. Var Pétur að vísu almennt talinn vera sonur hans, en af því að Kjartan ísfjörð var kvæntur í Danmörku, mátti hann ekki gangast við faðerni barna þeirra, er ráðskona hans á Eskifirði fæddi. En hann sá um upp- eldi þeirra að öllu leyti. — Faðir Péturs Vilhelms var annars tilnefndur útlendur skipstjóri, sem um mörg ár sigldi kaupskipum ísfjörðs. — Til mun vera skjal með eiginhandar undirskrift Kjartans ísfjörðs, þar sem hann lýsir sig föður að börnum Maríu Andersens. Móðir Kjartans Péturssonar hét Þorbjörg Þorsteins- dóttir, af hinni merku ísfelds-ætt. Margir í þeirri ætt hafa verið gæddir þeirri gáfu, sem nefnd er fjarskyggni.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.