Gríma - 01.09.1948, Side 46

Gríma - 01.09.1948, Side 46
44 SAGNIR UM JÓN HALLDÓRSSON [Grima Síðar varð Snorri smiður mikill og kaupmaður á Ak- ureyri, sem kunnugt er. Var hann athafnamaður í hví- vetna, hygginn fjáraflamaður og naut mikils álits með- al margra samtíðarmanna sinna. 5. Spáð fyrix Bergi á Hæringsstöðum. Bergur hét bóndi, er bjó í Klaufabrekknakoti í Svarf- aðardal. Hann var föðurafi Páls Bergssonar á Syðstabæ í Hrísey fnú á Akureyri) og þeirra mörgu bræðra. Það var einhverju sinni, að Bergur fór niður að sjó og hafði þá Berg son sinn með sér. Var hann þá ungur sveinn. Jón á Syðra-Hvarfi hittir þá feðga á Grundar- bökkum. Segir Bergur bóndi þá við Jón: „Hverju spá- ir þú, Jón, um þenna ungling?" „Mæðulegur sýnist mér hann vera,“ segir Jón, „en samt búa í honum miklir hæfileikar, og margir munu gott af honum hljóta.“ Bergur Bergsson bjó síðar á Hæringsstöðum og var hinn mesti gæðamaður, þolinmóður í hverri raun, en átti oft andstætt. Hagur var hann í bezta lagi. Varð hann því á þann hátt mörgum að liði. Bergur eignaðist með konu sinni sjö sonu, er urðu hinir mannvænleg- ustu, og lifa þeir allir að einum undanteknum. 6. Kirkjuferð Aðalbjargar. Aðalbjörg hét húsfreyja á Krosshóli í Skíðadal. Hún var kona Þorkels Magnússonar, er þar bjó. Einu sinni reið Aðalbjörg til Vallakirkju að vorlagi. Reiddi hún fósturbarn sitt, er átti Jón gullsmiður Bjarnason á Kóngsstöðum. Á heimleið kom hún að Syðra-Hvarfi, ásamt öðru kirkjufólki, og stanzaði þar á hlaðinu. Jón kom út og leit yfir fólkið. Víkur hann sér að Aðalbjörgu og segir:

x

Gríma

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.