Gríma - 01.09.1948, Page 68

Gríma - 01.09.1948, Page 68
66 DULRÆNAR SÖGUR [Gríma Næsta morgun þegar eg fór í fjósið, voru Frúardyrn- ar enn opnar, og stóð mér þá ekki á sama. Sagði eg skólastjóra strax og eg kom heim aftur úr fjósinu, hvers eg hefði orðið var, og var hann þá sjálfur búinn að taka eftir þessu. Voru lokurnar og kengirnir á sama stað og hinn fyrra morgun. Lagði nú skólastjóri fast að mér og öðrum, er um þetta vissu, að láta þetta ekki berast út. Gekk hann frá dyrunum sem fyrr. Hinn þriðja morg- un hafði ekkert verið hreyft við þeim og ekki síðan, meðan líkið stóð uppi. Enginn gat gert sér í hugarlund, hvernig dyrnar hefðu verið opnaðar. Ekkert sá á hurðinni, og skóla- stjóri geymdi lykilinn að aðaldyrunum, eins og áður er sagt .En heljarafl þurfti til þess að draga kengina út. Sumt fólk staðarins þóttist sjá Jóhannes heitinn á gangi um húsin þar. Karlinn, félagi minn, sá hann einu sinni í fjósinu og varð hræddur mjög. Stúlka ein kom eitt sinn sem oftar inn í eina stofu í skólahúsinu. Sá hún þá Jóhannes standa þar á gólfinu, en ganga bak við hurðina um leið og hún opnaði hana, en þegar hún skyggndist betur um, sá hún engan mann. Atburður þessi um hina dularfullu opnum Frúar- dyranna hafði allmikil áhrif á mig, og þótt liðin séu meira en 50 ár síðan, þá fer um mig hálfgerður hrollur, þegar eg hugsa til þessa atburðar, og aldrei hef eg getað fengið mig til þess að skrifa upp söguna sjálfur, en gott þykir mér, að sagan geti geymzt óbrengluð, hvernig sem menn vilja útskýra opnum Frúardyranna. En eg held, að öflug dulmögn hafi verið þar að verki, því að enginn mennskur maður hefði getað komizt í kirkjuna nema skólastjórinn, en enginn myndi ætla honum að hafa leikið óhreinan leik.

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.