Gríma - 01.09.1948, Síða 68

Gríma - 01.09.1948, Síða 68
66 DULRÆNAR SÖGUR [Gríma Næsta morgun þegar eg fór í fjósið, voru Frúardyrn- ar enn opnar, og stóð mér þá ekki á sama. Sagði eg skólastjóra strax og eg kom heim aftur úr fjósinu, hvers eg hefði orðið var, og var hann þá sjálfur búinn að taka eftir þessu. Voru lokurnar og kengirnir á sama stað og hinn fyrra morgun. Lagði nú skólastjóri fast að mér og öðrum, er um þetta vissu, að láta þetta ekki berast út. Gekk hann frá dyrunum sem fyrr. Hinn þriðja morg- un hafði ekkert verið hreyft við þeim og ekki síðan, meðan líkið stóð uppi. Enginn gat gert sér í hugarlund, hvernig dyrnar hefðu verið opnaðar. Ekkert sá á hurðinni, og skóla- stjóri geymdi lykilinn að aðaldyrunum, eins og áður er sagt .En heljarafl þurfti til þess að draga kengina út. Sumt fólk staðarins þóttist sjá Jóhannes heitinn á gangi um húsin þar. Karlinn, félagi minn, sá hann einu sinni í fjósinu og varð hræddur mjög. Stúlka ein kom eitt sinn sem oftar inn í eina stofu í skólahúsinu. Sá hún þá Jóhannes standa þar á gólfinu, en ganga bak við hurðina um leið og hún opnaði hana, en þegar hún skyggndist betur um, sá hún engan mann. Atburður þessi um hina dularfullu opnum Frúar- dyranna hafði allmikil áhrif á mig, og þótt liðin séu meira en 50 ár síðan, þá fer um mig hálfgerður hrollur, þegar eg hugsa til þessa atburðar, og aldrei hef eg getað fengið mig til þess að skrifa upp söguna sjálfur, en gott þykir mér, að sagan geti geymzt óbrengluð, hvernig sem menn vilja útskýra opnum Frúardyranna. En eg held, að öflug dulmögn hafi verið þar að verki, því að enginn mennskur maður hefði getað komizt í kirkjuna nema skólastjórinn, en enginn myndi ætla honum að hafa leikið óhreinan leik.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Gríma

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.