Gríma - 01.09.1948, Page 73

Gríma - 01.09.1948, Page 73
Grima] DULRÆNAR SÖGUR 71 fór því fram úr, greip eldspýtustokk og gekk fram á loft- ið og opnaði herbergið, sem hávaðinn barst úr. Kveikti eg á eldspýtu og leit inn, en varð einskis var. Sótti eg þá lampa, kveikti á honum og leitaði vandlega að kett- inum, en hvernig sem eg sneri öllu og lýsti um, sá eg hann hvergi. Eg hætti því leitinni, lokaði herberginu og gekk út á ganginn; var uppgönguhlerinn opinn, en þess gætti eg, að allar hurðir uppi sem niðri voru lok- aðar. Gekk eg að því búnu til rúms míns og sofnaði; mun klukkan þá hafa verið að ganga þrjú. Þegar eg opnaði útidyrahurðina í birtingu daginn eftir, sá eg að kötturinn sat þar úti fyrir. Á meðan eg var að leysa heyið handa kúnum, kom maður til mín með skilaboð um að koma í vinnu við ístöku, og hét eg því. Vann eg með fleiri mönnum við ístökuna fram á hádegi og gekk þá heim til miðdegisverðar. Um leið og eg opnaði eldhúshurðina, spurði eldri dóttir mín mig, hvort eg hefði séð líkið, sem drengirnir frá Lög- bergi hefðu fundið í morgun. Mér varð hálfbilt við og spurði, hver hefði borið þessa frétt. Sagði hún, að mað- úr úr næsta húsi hefði sagt sér þetta. Að lokinni máltíð skundaði eg til vinnunnar, og þegaregkomáíshústjörn- ina, spurði maður, sem á undan mér var kominn þang- að, hvort eg hefði orðið þeirra manna var, sem bera áttu líkið í kirkju. Enn varð eg undrandi og spurði, hvað um væri að vera, og þá loksins fékk eg að vita, að tveir ungir drengir hefðu snemma um morguninn fundið sjórekið lík í Innri-Gleðivík, sem svo er kölluð. Við hættum að vinna klukkan hálffjögur, og gekk eg hratt heimleiðis, því að börn mín voru ein heima. Þeg- ar eg kom andspænis skólahúsinu, en þar er símastöðiní kjallaranum, kom hreppstjórinn út þaðan og kallaði til mín. Bað hann mig að smíða utan um líkið, sem fund-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.