Gríma - 01.09.1948, Page 76

Gríma - 01.09.1948, Page 76
74 DULRÆNAR SÖGUR [Gríma kom upp á loftið, setti eg týruglasið á kassa, sem þar stóð. Loftshlerann lagði eg aftur, því að hann tolldi eigi uppi, þegar hann var reistur. Var eg þarna að bogra við að taka til ullina, þegar eg heyrði þrusk og skarkala aftan við mig; leit eg við og sá þá að hlerinn reis upp og skall jafnharðan niður aftur af miklu afli, en ekkert sá eg, er þessu gæti valdið. Eg varð ekkert hræddur, því að eg þóttist vita, að einhver heimamanna hefði gengið fram á eftir mér og ætlað að gera mér bilt við; kallaði eg því ofan, en enginn svaraði. Síðan gekk eg til bað- stofu með ljósið og ullina og spurði konu mína, hvort nokkur hefði farið fram á meðan eg var burtu, og þver- tók hún og allt fólkið fyrir það. — Þegar eg kom fyrst fram í bæjardyrnar morguninn eftir og var á leið út, voru tveir menn fyrir í bæjardyrunum; stóð annar þeirra að norðanverðu, en hinn sat í dyraloftsstiganum og studdist við rekuskaft. Menn þessir voru komnir til þess að taka gröf að stúlku, er dáið hafði af barnsförum. — Eigi vissum við á Ríp, hvenær jarða átti stúlku þessa, fyrr en menn þessir komu. g. Undarleg högg. [Handrit Hreiðars Geirdals 1908. Sögn Einars Jónssonar.] Eg átti heima í Breiðavík á Tjörnesi. Sváfum við saman, Jón bróðir minn og eg. Einn morgun að vetri til lágum við vakandi í rúminu og allt í einu heyrðum við, að barið var þéttingshögg í fótagaflinn; kenndum við hvor öðrum um, en hvorugur þóttist hafa hreyft sig. Þetta kom fyrir hvað eftir annað um veturinn, og ávallt kenndum við það hvor öðrum. Komu höggin oft- ast á morgnana, þegar við vorum vaknaðir, en stundum um nætur. Einn morgun lágum við vakandi í rúminu; kveikt hafði verið á litlum lampa í öðrum enda bað-

x

Gríma

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gríma
https://timarit.is/publication/1422

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.