Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 14
12
Höfðahverfis. Heilsufarið heldur skárra en 1930.
Reijlcdæla. Heilbrigði mátti teljast góð.
Húsavíkur. Heilbrigði mátti heita sæmileg þetta ár og til muna
betri en í fyrra.
Vopnafj. Heilsufar má heita að hafi verið gott þetta ár eins og
reyndar mörg undanfarin'ár.
Fljótsdals. Engar alvarlegar farsóttir hafa gengið á árinu.
Hróarstungu. Heilbrigði var heldur góð, eins og yfirleitt undanfar-
in ár.
Seyðisfj. Heilsufar almennt hefir mátt kallast vel í meðallagi.
Regðarfj. Mér skilst, að heilbrigði hafi verið heldur lakari en und-
anfarin ár.
Fáskrúðsfj. Yfirleitt gott heilsufar í héraðinu og lítið um farsóttir.
Berufj. Heilbrigði hefir verið með betra móti á þessu ári og mann-
dauði lítill.
Síðu. Þetta ár má teljast fremur gott, hvað heilsufar snertir.
Rangár. Heilsufar mátti teljast sæmilega gott allt árið.
Egrarbakka. Borið hefir talsvert á algengustu farsóttum þetta
ár, kvefsótt, hálsbólgu og garnakvefi, miklu meira en ætla mætti eft-
ir farsóttaskýrslum að dæma, en allt vægt og meinlítið yfirleitt.
Grimsnes. Alvarlegir og útbreiddir sjúkdómar hafa ekki verið ineð
meira móti á þessu ári, að undantekinni taugaveiki, er kom fyrir í
tveim hreppum héraðsins.
A. Farsóttir.
Töflur II, III, og IV, 1—25.
1. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Töflur II, III og IV, 1.
Sjúklingafjöldi 1922—1931:
1922 1923 1924 1925 192H 1927 1928 1929 1930 1931
Sjúkl. 2551 1855 1499 1928 2119 1640 2456 5249 5415 5151
Svipuð sjúklingatala 3 síðustu ár. Er getið í öllum héruðum og yfir
höfuð lítill munur á útbreiðslunni eftir mánuðum. í einu héraði er
getið um greinilegan faraldur (Öxarfj.).
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Nokkurnveginn jöfn útbreiðsla allt árið.
Hafnarfj. Er hér alltaf, ekki meiri nú en að undanförnu.
Skipaskaga. Gekk yfir allt árið að meira eða minna leyti, oftast
væg, en í nóvember og fyrri hluta desember virtist hún öllu verri og
var þá einkum í fólki á aldrinum frá 15—30 ára.
Borgarfj. Gætti ekki mikið.
Ólafsvíkur. Kom fyrir flesta mánuði ársins, en aldrei nein veru-
leg brögð að henni.
Patreksfj. Hefir gengið alla mánuði ársins að tveimur undanskild-
uin.