Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 22
20
7. Taugaveiki (febris typhoidea).
Töflur II, III og IV, 7.
Sjúklingctfíöldi 1922—1931:
1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931
Sjúkl. 68 152 96 83 175 27 49 28 23 48
Dánir 3 12 6 7 13 3 2 2 1 6
Á taugaveiki ber nokkru meira en síðastliðin 2 ár. Munar mest
um faraldur á tveimur stöðum í Grímsneshéraði, sem nánar er skýrt
frá hér fyrir aftan. í Sauðárkrókshéraði bar og nokkuð á taugaveiki,
og gerir hún þar aftur og aftur vart við sig. Taugaveikistilfellin,
sem talin eru í Höfðahverfis og Húsavíkurhéruðum voru öll í Flat-
ey á Skjálfanda. Fyrir faraldri í Hornafjarðai'héraði er ekki gerð
frekari grein en töflurnar herma.
Læknum er að verða sífellt ljósara, hverja höíuðþýðingu smitber-
arnir hafa fyrir útbreiðslu taugaveikinnar, og' gera fiestir sér mikið
far uin að hafa uppi á þeim. En það er allmiklum erfiðleikum bund-
ið fyrir þá, sem fjarri eru rannsóknarstofu, og þyrfti að vera hægt
að senda gerlafræðing með öllum nauðsynlegum útbúnaði á hina
grunsamlegu staði.
Samkvæmt upplýsingum frá héraðslæknuin, er öllum var send sér-
stök fyrirspurn þar að lútandi 28. maí 1932, og frá Rannsóknar-
stofu Háskólans hefir verið gerð svolátandi:
SKRÁ
yfir taugaveikissmitbera og grunaða taugaveikissmitbera árið 1932.
1. M. J.-dóttir, SelbúíSum, Heykjavík.
Bc. typhi í saur 1926. Cholecystectoniia i nóv. 1929. í febrúar 1930 fundust
bc. typhi eftir sem áður.
2. K. B.-dóttir, 71 árs, Reykjavík.
Var grunuð um smitburð eftir taugaveikisfaraldur í Skipholti 1931. Var
lengi á eftir til rannsóknar í Reykjavík. Alltaf Er þó höfð undir eftirliti.
3. K. S.-dóttir, 69 ára, Stardal, Guilliringusýslu.
Bc. typhi fundust í gallblöðru eftir uppskurð. Síðan engin rannsókn.
4. P. P.-dóttir, 50—60 ára, Stafholtsey, Borgarfirði.
Bc. typhi í saur 1928. Cholecystectomia 24. okt. ’29. Síðan 3 rannsóknir (7.
nóv. 1929, 18. nóv. 1929 og 16. jan. 1930). Allar -t-. Áður reglulega +. A smit-
un frá henni hefir ekki borið síðan.
5. Smitberi? á lieimili Bergs Kristjánssonar, Bolungarvík.
Hvert tilfelli á fætur öðru og ár eftir ár á fólki, sem eingöngu hafði notað
mjólk frá þessu heimiii og stundum aðeins venjulegan meðgöngutíma. Saur
og þvag hefir verið sent Rannsóknarstofu Háskólans, H-. Heimilið þó undir
eftirliti. Mjólkursala bönnuð o. s. frv.
6. J. H.-dóttir, 60—70 ára. Þurfalingur Mosvallahrepps í Vestur-ísafjarðarsýslu.
Bc. typhi í saur 1929. OIli áður smitun í Onundarfirði. Er einangruð á
sjúkrahúsi ísafjarðar. Er blind. Fékk taugaveiki á Fossum i Skutulsfirði 1926.
7. Smitberi? í Efri-Engidal í Skutulsfirði.
Að þessu heimili mátti rekja hina síðustu miklu taugaveikisfaraldra á Isafirði
1925 og 1926 og með miklum líkindum taugaveiki á ísafirði til margra ára. 1925
fundust bc. typhi í saur bóndans J. M., en ekki þótti víst, nema hann hefði
þá nýlega sjálfur liaft létta taugaveiki. En með vissu hafði hann haft tauga-