Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 74
72
2 hafa látizt af slysförum. Annar þeirra drekkti sér í Héraðsvötn-
unum, en hinn var að renna sér á skautum á Hópsvatni í Fljótum,
féll niður um ísinn og drukknaði.
Siglufj. 2 menn fórust með norsku fiskiskipi í janúar. í ágústmán-
uði datt út af skipi unglingsmaður og náðist ekki. í maímánuði hrap-
aði maður, sem var við smiðar i Ríkisverksmiðju íslands, af smíða-
palli, og var þegar örendur. Fyrrverandi Ijósmóðir hér í Siglufirði um
30 ára bil hljóp á burt af heimili sínu og var fljótlega saknað. Hún
fannst síðar örend í flæðarmálinu og hafði slasazt á höfði í fjörugrjót-
inu.
Svarfdæla. Fract. radii typ. 1, costae 4, cruris 3. Infractio mandibulae
1 (6 ára drengur, er varð undir snjóskriðu af húsþaki í þýðviðri, fékk
líka fract. cruris og vulnus cont. linguae og rotaðist; bati án örkumla).
Akureyrar. Slysfarir alveg óvenjulega miklar. Ambustiones 10,
commotio cerebri 2, contusiones variae 21, contusiones et dilacerationes
1, corpora aliena manus v. digitorum (nálar) 4, distorsio et hæmarthros
19. Fract. max. super. 1, nasi 1, claviculae 3, costae v. costarum 10,
colli chirurg. humeri 1, humeri (diaphys.) 2, supracondylica 2, ole-
crani 1, antibrachii 2, Collesi 6, digitorum 2, patellae 1, colli femoris 2,
tihiae 1, fibulae 5, malleoli v. melleolarum 4, calcanei 3. Luxatio clavi-
culae acromialis 1, humeri 7, mandibulae 1, cubiti 1. Venificium acidi
diaethylo-barbiturici 1. Alls 115.
Alvarlegasta meiðslið var cont. et dilacerationes. Maður lenti í vél
(klæði hans voru gripin af hjólreim) og sveiflaðist nokkrum sinnum
með hjóli upp undir loft og lamaðist allur, en handleggurinn því nær
slitnaði af honum. Hann dó á leið til sjúkrahússins (frá verksmiðj-
unni Gefjun).
Eitrun af veronali, sem síðast er nefnd, virtist alvarleg, en eftir
tveggja sólarhringa svefn og hálfgerðan collaps, raknaði maðurinn við
og náði sér fljótt.
Fractura calcanei. Slysin þrjú, sem talin eru á skýrslunni, orsök-
uðust öll á svipaðan hátt, þ. e. þannig, að mennirnir duttu úr tals-
verðri hæð og komu standandi niður, en duttu svo (einn lærbrotnaði
um leið). Lögðust þeir allir á sjúkrahúsið. Þótti mér einkennilegt að
fá þessa menn þannig slasaða því nær í einum rykk, og hafði aldrei
áður haft til meðferðar hælbeinsbrot.
Slysavarnir. Hér á Akureyri og í nágrenninu er töluverður iðn-
aður. Auk síldarverksmiðjunnar „Ægir“ og ullarverksmiðjunnar
„Gefjun“, starfaði hér allstór tunnuverksmiðja í miðbænum yfir vetr-
armánuðina.
í öllum þessum verksmiðjum vildu til slys, og er þeirra getið í grein-
inni hér á undan. Því miður hafa, sérstakelga við verksmiðjuna
„Gefjun“, orðið mörg slys, og sum banvæn, frá því hún var stofnuð.
Margir smiðir hér í bænum hafa ýmsar vinnuvélar, og hefir nokkuð
oft komið fyrir, að þær vélar hafa orðið mönnum skeinuhættar, eink-
um sögunarvélarnar. Það er nú ekki ofsagt, að flestar verksmiðjuvél-
arnar og ekki sízt margar smærri vélarnar, eru háskagripir fyrir þá,
sem nærri þeim koma, enda af gamalli gerð, en óvarkárni algeng og
kæruleysi venjulegt um þessa hluti.