Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 94

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Page 94
92 Vestmannaeijjn. Aðeins örfá hús (3—4) hafa verið reist á árinu, sum ekki fullger. Húsakynnin fara yfirleitt hægt og hægt batnandi, þó léleg séu þau sumstaðar. Verstu kjallaraíbúðir hafa verið bannaðar. Þrifnaður og umgengni utanhúss er yfirleitt betri en var fyrir nokkr- um árum. Sú margþráða sjóveita til fiskþvotta komst loksins á lagg- irnar í haust og verður komin til framkvæmda á næstu vertíð. Ég er að vona, að holræsin fái byr í seglin eftir að sjóveitan hefir kom- izt á, því ýmsir hafa álitið, að þau myndu stíflast, nema hægt væri að hafa sjó til að hreiirsa þau. Þó hér sé um misskilning að ræða, þar sem rigningarvatnið er nægilegt af hverju húsi, sé því vel til skila hald- ið, til að hreinsa holræsin, svo þau stíflist ekki, þá er þessi viðbára héðan af úr sögunni. í stað kaggasalerna koma vonandi vatnssalerni á heimilin, eða i þau hús, sem hafa aðgang að holræsinu. Reynsla mín er sú, að þakflötur hússins sé nægur til að safna öllu neyzluvatni og vatni til allra þarfa, sé vel frá rennum og vatnsbólum gengið. Örfá hús hafa vatnssalerni, og reynist þetta svo þar. Rangár. Þrifnaður er æði misjafn á heimilum, býst við að megi telj- ast í meðallagi yfirleitt, ekki mikið um lús. Grímsnes. Ekki orðið miklar breytingar á árinu, þó er það í áttina til batnaðar. Nokkuð hefir verið byggt af húsum. Einkum ein sveit í þessu héraði, sem geta verður um í þessu sambandi. Það er Laugar- dalurinn. Hafa á þessu tveirn síðustu árum eða svo verið raflýstir og hitaðir rafmagni alls 6 bóndabæir í þeirri sveit. Má segja, að býlin séu orðin öll önnur og betri. í Grímsnesi er einn bær lýstur og hitaður með rafmagni, í Biskupstungum 2, auk harnaskólans. Verstur af öllu er kuldinn í bæjunum. Fráræsla er yfirleitt léleg. Víða eru þó vanhús, þó öll séu þau ekki merkileg. Þrifnaður inni í bæjunum og kringum þá þarf að batna. Vatnsleiðsla færist fremur í vöxt. Unga fólkið virðist taka hinu eldra fram um þrifnað. Eins og kunnugt er, er hér eitt hið mesta hverasvæði á landinu. Áhugi hefir mjög aukizt á því að not- færa sér hverahitann. Hafa bæir sumstaðar verið fluttir úr stað nær hverunum til þess að geta notið þeirra. Keflavíkur. Húsum fjölgar óðum í öllum kauptúnum hér í héraði, og er töluverður munur á nútímabyggingunum og þeim gömlu, þó enn- þá sé í mörgu ábótavant. Víða er enn óþrifalegt í kringum hús, og brunnar eru enn mjög víða opnir og illa um þá gengið, nema í Kefla- vík. Þó taka opnu forirnar út yfir allt, þær eru enn víða í héraðinu. Nokkur börn hafa á síðustu árum orðið fórnardýr þessa framúrskar- andi hirðuleysis og sóðaskapar. í hitteðfyrra datt efnilegur drengur í eina forina í Grindavík og drukknaði, annar datt í vor en náðist þó lifandi. Af umbótum má sérstaklega nefna tvær bryggjur, aðra í Keflavík, sem stærri skip geta lagzt við, en hina í Grindavík. Hefir sú bryggja gerbreytt þvi þrælastarfi, sem uppburðurinn á aflanum var þar áður. 5. Fatnaður og matargerð. Læknar láta þessa getið: Skipaskaga. Viðurværi almennings er ágætt, gnægð af fiski, kjöti og jarðarávöxtum, að ógleymdri mjólkinni og skyrinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.