Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 53
51
þorpum, enda húsakynni manna og aðbúð hvergi verri en í sumum
þeirra.
Auk þess, sem taflan greinir frá, voru öll skólabörn á Akranesi Pir-
quet-prófuð og reyndust 27,7% -(-. í Innri-Akraneshreppi reyndust
hins vegar öll börnin (15) h-. Af nemendunum í Reykholtsskóla (55)
reyndust 43,6% Pirquet +.
Jónas Rafnar, heilsuhælislæknir í Kristnesi, hefir á síðastliðnu vori
(1932) rannsakað allnákvæmlega, að svo miklu leyti sem unnt var án
Röntgentækja, litbreiðslu berklaveiki í Húsavík, en þar hefir hún gert
allmikinn usla hin síðustu ár. Gerir Raí’nar grein fyrir rannsókninni
í sérstakri skýrslu, sem prentuð er sem III. kafli þessa heftis. Væri
þörf á, að víðar færu fram slíkar rannsóknir, og er í undirbúningi, að
keypt verði ferða-Röntgentæki í því skyni fyrir fé, sem Alþingi hefir
veitt til þess.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Berklaveiki breiðist lit jafnt og þétt, en mér finnst hún
vera vægari nú en áður.
Boryarfj. Tveir af nýju sjúklingunum eru bræður á sama heimili.
Hefir ekki borið á berklaveiki á því heimili fyrr en sumarið 1930. Þá
veiktist faðir þessara bræðra nokkuð snögglega af peritonitis tbc. og
dó um haustið á sjúkrahúsi í Reykjavík. í febrúar 1931 veiktist annar
bræðranna af hilus- og mesenterialeitlabólgu, en hinn í júlí af pleuritis
exsudativa. Báðir virðast hafa náð sér nokkurnveginn aftur. Það er
ókunnugt, hvernig veikin hefir borizt á þetta heimili.
Ólafsvikur. Tala berklaveikra svipuð því sem hún var síðastliðið
ár. Er samt sannfærðui' um, að talsvert fleiri séu berklaveikir í hér-
aðinu en skráðir eru og að berklaveikin hafi farið í vöxt þessi síðustu
ár. Skiljanlegt, að berklaveiki breiðist frekai' lit hér en viða annars-
staðar á landinu. í sjóþorpunum eru húsakynni víða þröng og aðbún-
aður slæmur. Þegai' svo berklaveiki kemur upp á þessuin stöðum, er
oft ómögulegt að koma þeim sjúku fyrir á öðrum heimilum, en ekk-
ert sjúkrahús í héraðinu og heilsuhæli annarsstaðar á landinu yfir-
full.
Reijkhóla. Mjög lítið hefir verið um augljósa berklaveiki í héraðinu
undanfarin ár. 2 sjúklingar voru skrásettir á árinu, báðir í Kollafirði
(vesturhluta héraðsins), á 2 bæjum. Á öðru heimilinu hafði um tíma
dvalið stúlka (úr Strandasýslu), sem hafði haft brjóstveiki (nú dáin
úr tb. pulm. í Strandasýslu). A því heimili veiktist drengur (11 ára)
með útvortis berkla. Á hinu heimilinu (næsta bæ) fékk stúlka (16
ára) tb. pulm. Dó á árinu.
Þingeijrar. Á þessu ári eru skráðir fleiri sjúklingar en undanfarin
ár. Er það þó eigi af þeirri ástæðu, að fleiri hafi sýkzt á þessu ári en
vanalega. Munu aðeins 2 nýir sjúklingar hafa komið í dagsljósið. Hinir
voru ýmist gamlir sjúklingar með endurköst, sem áður voru taldir
albata, eða þá sjúklingar, sem sendir voru heim frá Vífilsstöðum,
höfðu dvalið annarsstaðar, er þeir sýktust, og voru því eigi skrásettir
hér.
Hóls. Berklaveiki mjög útbreidd. Því til sönnunar vil ég benda á, að
síðan 1920 hefi ég skráð 103 sjúklinga í berklabólt og af 83 Pirquet-