Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 62
60
er það sérkennilegt við þenna sjúkdóm eða orsök hans, að öll eru
þessi tilfelli í sambandi við sauðarhausa og horn, eða það, sem komið
hefir i snertingu við þá hluti. Langflestir fá granulom við það, að
saga horn af kindarhausum, fleiðra sig ofurlítið á söginni. Eftir 5—6
daga er það gróið, en þá fer að koma þykkni i örið, sem smávex og
kemur „dökk bóla“, sem svo stækkar. Oftast er þetta á höndum en
kemur þó víðar fyrir. Einn af þessa árs sjúklingum kom með 1 á
nefbroddi og 2 á enni. Hafði sauðkind, er hann ætlaði að handsama,
stangað hann og fleiðrað á þessum stöðum. Annar hafði verið að troða
tóbaki ofan í kind, hún bitið hann í fingur, og þar kom granulom. Öll
þessi granulom komu eftir 5—10 daga frá áverka, en þó kemur það
stundum ekki fyrr en eftir 14 daga frá því að áverki batnar, að því er
sjúklingar telja. Við þessum kvilla hafa menn notað nitr. argent. in
bacill., ungv. nitr. argent. 10%, ungv. pyrogall. compos. Beisneri, og sum-
ir haft þar 4 grm. í stað 2 af pyrogallol. Eitt sinn fékk ég sama dag 4 tilf.
af granulom á vísifingri, öll álíka stór. Datt þá í hug að reyna, hver
aðferðin væri fljótvirkust, nitr: argent., ungv. Beisneri eða blátt ljós,
sem ég hefi notað við þau í mörg ár og gefizt ágætlega. Fljótvirkast
var bláa ljósið, V2 klst. 1 sinni á dag, og steril umbúðir yfir, og auk
þess var það sjúklingunum sársaulcalaust, en hinar aðferðirnar afar-
sárar. Síðan hefi ég eingöngu notað blátt ljós við granulom, bæði
sjúklingunum sjálfum og mér til mikillar ánægju. Tel ég það bezt
þess er ég þekki við þessum sjúkdómi. Ljósið, sem ég nota, er lítill
Solluxlampi með bláu gleri.
Ég hygg, að ég hafi séð a c t i n o m y c o s i s í kind þetta ár, og
tvisvar áður, svo rétt mun að hafa þenna sjúkdóm meðal manna
in mente.
Þistilfj. Miltisbrandur kom upp á heimili hér við Þórshöfn
í marzmánuði. Veiktist fyrst kálfur og siðar kýr. Drápust bæði snar-
lega. Hestur í sama húsi, aðskilinn með þili frá nautgripunum, slapp.
Miltisprufa, mikroskoperuð á Akureyri, sannaði miltisbrand. Var kof-
inn með öllu innihaldi brenndur og bletturinn girtur vandlega. Það
hefir ekki orðið vart við miltisbrand i þessu héraði, svo ég hafi getað
grafið upp, i 20—30 ár. Þá í Krossavík í Þistilfirði. Eina skýring, sem
mér virðist koma til mála, er, að nautgripirnir hafi fengið veikina úr
útlendum fóðurbæti, sem eigandinn gaf þeim, en ekki hestinum. Býl-
ið er að heita má nýbýli, ca. 20 ára gamallt, svo þar er ekki að tala um
gamla smitun, sem vaknað hefði upp.
Vopnafi. Granuloma 3.
Reyðarfiarðar. 3 sjúkl. með granuloma í okt.
Síðu. G e i t u r hefi ég ekki fundið hér, síðan ég kom í héraðið.