Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 40
38
heimili eða þar í grend. Um líkt leyti barst veikin að Kirkjubæjar-
klaustri, líka úr Reykjavík. Mér var ekki kunnugt um veikina þar
fyrr en í'leiri höfðu smitazt, bæði á heimilinu sjálfu og á nokkrum
bæjum öðrum, sem samgöngur höfðu haft við Kirkjubæjarklaustur.
Ég gerði mönnum aðvart um þau heimili, sem grunsamleg voru eða
smituð, og forðuðust flestir samgöngur við þau. Veikin hreiddist þá
líka lítið út, en var þó ekki að fullu útdauð fyr en í september. Hún
var svo væg í mörgum, að þeir fuudu varla til nokkurs lasleika, en
útþotin ein sögðu til sjúkdómsins. Nokkrir urðu þó rúniliggjandi,
1—3 daga, og tveir karlmenn, á bezta aldri, urðu talsvert þungt haldn-
ir; lágu um það bil viku. Ekki veiktist neinn, sem kominn var yfir
fertugt, en börn á fyrsta ári fengu veikina.
Mýrdals. Rauðir hundar bárust frá Reykjavík, útbreiddust ekki til
muna.
Eyrabalcka. Dálítið bar á rubeolæ um sumarið.
Grimsnes. Rubeolæ rakst ég á í grennd við heimili mitt á 4 sjúkling-
um. Hvaðan þeir hafa komið þangað, veit ég ekki. Ekki virtust þeir
hafa borizt þaðan, eða ekki varð ég þess var.
Keflavíkur. Rauðir hundar sáust í apríl og maí; voru vægir og ekki
útbreiddir.
15. Skarlatssótt (scarlatina).
Töflur II, III og IV, 15.
Sjúklingafjöldi 1922—1931:
1922 1923 1924 1925 1926 1927 1928 1929 1930 1931
Sjúkl. 232 163 26 7 10 5 14 10 204 336
Dánir 1 4 „ „ „ „ „„36
Skarlatssótt gekk á Akureyri og í héruðunum þar fyrir vestan, en
mest kvað að henni í Vestmannaeyjum, og varð úr alvarlegur faraldur.
Læknar láta þessa getið:
Miðfj. í janúar veiktist einn sjúklingur af skarlatssótt. Hann var
einangraður í heimahúsum, og fleiri veiktust ekki. Sennilegast, að veik-
in hafi borizt úr Blönduóshéraði, því skarlatssótt var þar um það leyti.
Sauðárkróks. Skarlatssótt virðist orðin landlæg hér í héraðinu, sting-
ur hún sér niður hér og þar, oft án þess að vitað sé, hvaðan hún
kemur. Bar talsvert á þessu fyrstu mánuði ársins og svo aftur í nóv-
ember. Var veiltin yfirleitt væg. Var leitazt við að hindra útbreiðslu
hennar eftir föngum, án þess að um raunverulega einangrun væri
að ræða.
Hofsós. Barst inn í héraðið frá Siglufirði haustið 1930. Kom þá á
tvo bæi. Með ströngum sóttvörnum og nákvæmri sótthreinsun tókst
þá alveg að kveða hana niður. Um þetta er getið í ársskýrslu minni
fyrir 1930. í júlí þetta ár (1931) barst skarlatssótt aftur inn í hér-
aðið frá Siglufirði og kom nú upp á allt öðrum bæjum og annars-
staðar í héraðinu. Það var ekki talið til neins að beita ströngum
vörnum, því að áður en ég vissi, að hún væri komin í héraðið, hafði
hún þegar náð allmikilli útbreiðslu, en það stafaði af því, hve væg