Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 35
33
í sóttkví í Vík.'í aprílmánuði barst kvefsótt frá Vík austur í Álftaver.
í síma spurðist ég fyrir um þessa veiki, og eftir upplýsingum, sem ég
fékk, var meðgöngutími um 3 dagar, margir fengu hitahækkun, en yf-
irleitt var veikin væg. Breiddist svo út einhver slæðingur af slíku kvefi,
en varð hvergi svo alvarlegt, að mín væri vitjað. Hvaða faraldur þetta
hefir verið, veit ég ekki, en um þær mundir heyrðist ekki getið um ann-
an kveffaraldur úti um sveitir en inflúensuna, svo mér kom til hugar,
hvort ekki mundi vera svo, að hún hefði sloppið fram hjá sóttvörn og
verið orðin svona væg, þegar hingað kom.
Mýrdals. Inflúensa kom á 3 heimili, og eru 7 sjúklingar skráðir. Að
öðru leyti tókst að verja héraðið fyrir henni með samgöngubanni, sem
haldið var uppi síðari hluta vetrar í því skyni.
Vestmannaeyja. í febr. og marz fer að bera á inflúensu, sem kliniskt
séð var erfitt að greina frá kvefsóttinni, sem fyrir var. Þó virðist yfir-
leitt sem inflúensan sýki örar, beinverkir meiri, stundum að mestu án
bronchitis, blóðnasir tíðari o. s. frv. Hún fer hér aðallega yfir í marz,
enda aðkomumenn þá komnir, og fá þeir hana með þeim fyrstu. Þeir
eru miklu næmari fyrir inflúensu en þeir, sem hér eru búsettir.
Rangár. Barst hingað frá Reykjavík á 2 heimili í byrjun marz. Veikt-
ust 2 á öðru heimilinu, en 7 á hinu. Var slæm. Hár hiti, uppköst etc.
Samgönguvarðúð höfð við heimilin, meðan veikin stóð. Breiddist ekki
út frekar. Varð ekki inflúensu var síðar á árinu.
Eyrarbakka. Inflúensan gekk um héraðið síðari hluta vetrar og vor-
ið. Fyrsta sjúklinginn varð ég var við 5. marzmánaðar hér á Eyrar-
bakka, og svo fór hver af öðrum að leggjast. Hún fluttist hingað frá
Reykjavík. Tók víða hvern mann á heimilinu, en víðast hvar flest alla
heimilismenn, en hún var mjög væg svo að segja á öllum, sem fengu
hana. Samt lágu flestir eitthvað rúmfastir, 1—4 daga, með hitaveiki,
er gat farið upp í 40°. Fyrir kom, að 1—2 menn veiktust á heimili,
og svo leið langur tími þangað til aðrir á heimilinu tóku sóttina. Eins
og gerist í inflúensu, hefir allur fjöldi þeirra, sem veikina taka, lungna-
kvef dálítinn tíma á eftir. Sumir segjast þó ekki hafa orðið varir við
kvefið, en aðeins tekið sóttina og batnað svo fljótlega á eftir. Fáeinir
fá upp úr inflúensunni eða í iok hennar acuta enteritis, er svo batn-
ar fljótlega. Ýmsir sveitabæir virtust sleppa algerlega, en sennilega
hafa engin heimili í kaupstaðnum sloppið. Eftir tillögum mínum var
barnaskólunum lokað í kauptúnunum og samkomur bannaðar í
fyrstu eftir að sóttin var þangað komin, en því banni var bráðlega
létt aftur, er sóttin reyndist svo væg. Tvær stúlkur, 23 og 25 ára, er
höfðu sett á sig, hvar og hvenær þær fengu fyrst tækifæri til að taka
veikina, fóru að veikjast á 4. sólarhring á eftir.
Grímsnes. Inflúensa er talin í Laugarvatnsskóla í marz. Varð hún
svo útbreidd í skólanum, að við lá, að ekki væri hægt að kenna á tíma-
bili. Var væg og virtist engin eftirköst hafa. Barst ekki þaðan út í
sveitina í kring, enda var höfð samgönguvarúð við skólann á meðan.
Var skólinn sér sjálfum nógur þetta tímabil, um háveturinn. Þurfti
ekki að flytja þangað að annað en mjólk, og var það gert með slíkri
varúð, að ekki kom að sök. Barst sjúkdómurinn beint frá Reykjavík
til skólans.
3