Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 35

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 35
33 í sóttkví í Vík.'í aprílmánuði barst kvefsótt frá Vík austur í Álftaver. í síma spurðist ég fyrir um þessa veiki, og eftir upplýsingum, sem ég fékk, var meðgöngutími um 3 dagar, margir fengu hitahækkun, en yf- irleitt var veikin væg. Breiddist svo út einhver slæðingur af slíku kvefi, en varð hvergi svo alvarlegt, að mín væri vitjað. Hvaða faraldur þetta hefir verið, veit ég ekki, en um þær mundir heyrðist ekki getið um ann- an kveffaraldur úti um sveitir en inflúensuna, svo mér kom til hugar, hvort ekki mundi vera svo, að hún hefði sloppið fram hjá sóttvörn og verið orðin svona væg, þegar hingað kom. Mýrdals. Inflúensa kom á 3 heimili, og eru 7 sjúklingar skráðir. Að öðru leyti tókst að verja héraðið fyrir henni með samgöngubanni, sem haldið var uppi síðari hluta vetrar í því skyni. Vestmannaeyja. í febr. og marz fer að bera á inflúensu, sem kliniskt séð var erfitt að greina frá kvefsóttinni, sem fyrir var. Þó virðist yfir- leitt sem inflúensan sýki örar, beinverkir meiri, stundum að mestu án bronchitis, blóðnasir tíðari o. s. frv. Hún fer hér aðallega yfir í marz, enda aðkomumenn þá komnir, og fá þeir hana með þeim fyrstu. Þeir eru miklu næmari fyrir inflúensu en þeir, sem hér eru búsettir. Rangár. Barst hingað frá Reykjavík á 2 heimili í byrjun marz. Veikt- ust 2 á öðru heimilinu, en 7 á hinu. Var slæm. Hár hiti, uppköst etc. Samgönguvarðúð höfð við heimilin, meðan veikin stóð. Breiddist ekki út frekar. Varð ekki inflúensu var síðar á árinu. Eyrarbakka. Inflúensan gekk um héraðið síðari hluta vetrar og vor- ið. Fyrsta sjúklinginn varð ég var við 5. marzmánaðar hér á Eyrar- bakka, og svo fór hver af öðrum að leggjast. Hún fluttist hingað frá Reykjavík. Tók víða hvern mann á heimilinu, en víðast hvar flest alla heimilismenn, en hún var mjög væg svo að segja á öllum, sem fengu hana. Samt lágu flestir eitthvað rúmfastir, 1—4 daga, með hitaveiki, er gat farið upp í 40°. Fyrir kom, að 1—2 menn veiktust á heimili, og svo leið langur tími þangað til aðrir á heimilinu tóku sóttina. Eins og gerist í inflúensu, hefir allur fjöldi þeirra, sem veikina taka, lungna- kvef dálítinn tíma á eftir. Sumir segjast þó ekki hafa orðið varir við kvefið, en aðeins tekið sóttina og batnað svo fljótlega á eftir. Fáeinir fá upp úr inflúensunni eða í iok hennar acuta enteritis, er svo batn- ar fljótlega. Ýmsir sveitabæir virtust sleppa algerlega, en sennilega hafa engin heimili í kaupstaðnum sloppið. Eftir tillögum mínum var barnaskólunum lokað í kauptúnunum og samkomur bannaðar í fyrstu eftir að sóttin var þangað komin, en því banni var bráðlega létt aftur, er sóttin reyndist svo væg. Tvær stúlkur, 23 og 25 ára, er höfðu sett á sig, hvar og hvenær þær fengu fyrst tækifæri til að taka veikina, fóru að veikjast á 4. sólarhring á eftir. Grímsnes. Inflúensa er talin í Laugarvatnsskóla í marz. Varð hún svo útbreidd í skólanum, að við lá, að ekki væri hægt að kenna á tíma- bili. Var væg og virtist engin eftirköst hafa. Barst ekki þaðan út í sveitina í kring, enda var höfð samgönguvarúð við skólann á meðan. Var skólinn sér sjálfum nógur þetta tímabil, um háveturinn. Þurfti ekki að flytja þangað að annað en mjólk, og var það gert með slíkri varúð, að ekki kom að sök. Barst sjúkdómurinn beint frá Reykjavík til skólans. 3
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.