Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 101
99
Borgarfj. Alþýðuskólinn í Reykholti tók til starfa á þessu ári. Hús-
ið er vandað, hitað með hverahita. Nemendur 57, og má varla þrengra
vera. Skólastofurnar of litlar og meira en áskipað í herbergjum nem-
enda. Þó mun ætlunin að taka við a. m. k. 60 nemendum, ef þörf gerist
eftirleiðis. Af því að hiti er nægur og gluggar standa opnir dag og
nótt, er það e. t. v. hættulaust. Sundlaug er í skólahúsinu. Vatnið í
hana er tekið í hlíðinni fyrir ofan, leitt gegnum hver og hitað á þann
hátt. Það er sótthreinsað með calx chlorata og skipt um það á viku-
fresti. Fólkið tekur sér steypibað jafnan áður en það fer í laugina.
Þrátt fyrir þessar varúðarreglur sleppur það ekki við eyrnakvilla
þann, sein er fylgifiskur lokuðu sundlauganna. Ber langmest á hon-
um framan af vetri, á meðan nemendurnir kunna ekki að anda rétti-
lega, svo að vatn kemst upp í miðeyra gegnum tubae. Flestir fengu
aðeins hellu fyrir eyrun og hlustarverk, nokkrir höfðu graftarútferð
um tíma; enginn veiktist alvarlega. Að öðru leyti var heilsufar mjög
gott í skólanum. Augnveiki gerði ekki vart við sig. Ég gerði Pir-
cjuetsprófun á nemendum skólans við skoðunina í haust, til gamans.
Utkoman lesin eftir 48 klukkustundir. Af 55 nemendum voru 24 P. -f-
(ca. 44%) en 31 P. (ca. 56%).
Barnafræðslan er í sama horfinu og verið hefir. Enginn heimavistar-
skóli, tvö skólahús, hjört og hlý, annars farkennsla í misjöfnum
1 úsakynnum.
Börnin voru skoðuð áður en kennsla hófst. Þau voru yfirleitt hraust.
Af 84 börnum höfðu 59 skemmdar tennur, 5 lús eða nit.
Dala. Kennslustaðir 27. Um þá svipað að segja og síðast. Erfitt að
fá endurbætur gerðar. Þó hafa á nokkrum stöðum verið settir niður
ofnar til upphitunar, og gluggar settir á hjörur. Verst er ástandið í
þvi farskólahéraði, sem við bættist á árinu (áður var þar svonefnd
eftirlitskennsla). Þar eru börnin flest, en húsnæðið verst. Kennslu-
staðir 6: 1 steinhús slæmt, 5 torfbæir (baðstofur 2—4 stafgólf og
framstofukytrur). Birta ónóg. Kennt er 6—7 börnum í hverjum stað.
Heimilisfólk: 2—6 fullorðnir og 2—8 börn. Tvo væntanlega skóla-
staði i þessum hreppi taldi læknir alveg óhæfa; á öðrum þeirra voru
9 manns í heimili (3 fullorðnir og 6 börn), baðstofan 2 stafgólf, 3
rúm til að sofa í, og allt annað eftir því. Virtist með öllu óhæft að bæta
á þetta heimili 3—4 aðkomubörnum og kennara.
Hesteijrar. Mest áherzla lögð á að athuga, hvort börn hafi berlda
eða aðra næma sjúkdóma. 2 börn voru grunuð um tb. hili. Annars virt-
ust þau börn, sem skoðuð hafa verið, sæmilega hraust, þegar frá eru
taldir algengustu kvillar, svo sem tannskemmdir, eitlaþroti etc. Reynt
að bæta úr því helzta eftir megni (dregnar út verstu tennur, gerðar
adenotomiur á 2 börnum með veget. aden., en verst hefir gengið með
lúsina, aðallega vegna ótrúlegs áhugaleysis foreldranna).
Hólmavíkur. Húsakynni farskóla á bæjum voru allgóð, og aðbún-
aður góður. Þó átti á einum stað að kenna í köldu, ofnlausu herbergi,
þar sem vinnumenn heimilisins sváfu. Héraðslæknir er í skólanefnd,
og fékkst þetta lagfært.
Miðfj. Kennslustofur voru í sæmilegu lagi.
Svarfdæla. Lækniseftirlit með barnaskólum fór fram í okt. og nóv.