Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 76
74
Fékk ég þá próf. Guðm. Thoroddsen til að gera trepanatio. Við opn-
unina kom í Ijós subduralt haematom, art. men. media var hinsveg-
ar ósködduð. Þrýstingssymptomin hurfu þegar eftir aðgerðina, en af-
leiðingar commotionarinnar héldust lengi; að lokum varð sjúklingur-
inn þó alheill.
Annars hafa slysfarir verið fáar á árinu. Af beinbrotum hefi ég að-
eins fengið til meðferðar 2 (upp?)handleggsbrot og síðubrot þrisvar
sinnum.
Vestmannaeyja. Einn maður datt út af vélbát og drukknaði. Dreng-
ur hrapaði í björgum, annar datt úr efri hæð húss, og biðu báðir
bana.
Eyrarbakka. Nokkur meiðsli og slys komu fyrir, en engin mikil.
Beinbrotin voru: Fract. calcanei 1, cond. ext. humeri 1, cruris 1, fem-
oris 1, fibulae 1, proc. alveol. max. infer. 1, radii 3. Luxatio humeri 1.
Einkennilegt slys kom fyrir 34 ára gamlan karlmann, hraustan vel.
Sennilegt, að báðir plexus cervicales hafi meiðst að einhverju leyti.
Hann kom til min hér um bil einni viku eftir að slysið gerðist. Maður,
sem stóð uppi á flutningsbíl og var að binda farangurinn á vagninn,
sleit reipið, er hann herti að af afli, og datt ofan á hann af miklu
kasti — hlammaðist á rassinn ofan á höfuðið á honum. Sjúklingurinn
fann afarmikið til um hálsliðina fyrst á eftir, en sá verkur leið fljótlega
frá. Þó var rígur enn eftir aftan í hálsi og niður í herðar. En aðalkvört-
unin, og það, sem rak hann til læknis, af því að hann skildi ekki sam-
hengið, var dofatilfinning, er hann fékk í fingurna á báðum hönduna
eftir áfallið, fyrst í alla fingurna, en var nú aðeins i báðum vísifingr-
unum og vottur í báðum löngutöngum.
Grímsnes. Slys ekki teljandi á þessu ári. 2 viðbeinsbrot.
í þessum 33 héruðum, þar sem um slys er getið, hafa þannig komið
fyrir beinbrot og liðhlaup, sem hér segir:
Beinbrot:
Fract. baseos cranii ....................... 1
— nasi ................................ 1
— maxillae ............................. 1
— mandibulae ........................... 2
— costae .............................. 44
— claviculae ......................... 25
— humeri ............................. 13
— cubiti v. condyli humeri............. 4
— antibrachii ........................ 7
— radii ............................... 32
— oss. metacarpi ...................... 1
— manus ............................... 1
— digiti man........................... 5
— colli femoris ........................ 3
— femoris ............................. 7
— patellae ............................ 1
— cruris................................ 9
— tibiae ............................... 2
— fibulae ............................ 10