Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 71
69
runnið. Engin útvíkkun. Morfín og kloral gefið a. m. Stroganoff. Kon-
an fékk um 25 krampaköst alls. Dó.
Flateyjar. Aðeins einusinni kallaður til fæðingar til þess að deyfa
hríðarverki.
Patreksfj. Alls 7 konum hjálpað. Algengust aðgerð: obstetrisk
narcose.
Hesteyrar. Engin alvarleg tilfelli. Læknir aðeins viðstaddur 2 eðli-
legar fæðingar.
Hólmavíkur. Læknis var nokkrum sinnum vitjað án þess að stórra
aðgerða þyrfti við. Þeim konum fer stöðugt fjölgandi, sem vilja fá
svæfingu, er þær fæða.
Hofsós. Sængurkonur, sem þurftu á læknishjálp að halda, hafa ver-
ið með fæsta móti þetta ár. Það var eiginlega ekki nema ein kona, sem
verulegra aðgerða þurfti með, 38 ára frumbyrja mcð grindarþrengsli,
og að því er virtist vera pelvis aequabiliter justo minor virile. Sóttin frá
því fyrsta mjög lítil og harðnaði lítið, þótt gefið væri pituitrin eftir að
útvíkkun var komin, en hún kom seint. Fornistið sprakk tiltölulega
fljótt. Höfuðið komst aldrei lengra en í efra grindarop. Eftir 1% sól-
arhring var konan orðin máttfarin og hafði fengið 38° hita. Var þá í
svæfingu gerð vending og framdráttur. Tókst að ná barninu með nokkr-
um erfiðsmunum, mjög líflitlu. Varð þó lífgað. Konan fékk, eins og ég
hefi minnst á, væga barnsfararsótt.
Svarfdæla. Héraðslæknir hjálpaði aðeins tvisvar við fæðingu og einu-
sinni við fósturlát. Einu sinni var mín vitjað til konu, tæpum sólar-
hring eftir að hún fæddi, vegna hæmatoma vulvæ et perinei.
Reykdæla. Læknis vitjað þrisvar á árinu. Lítil tilefni tvö skiptin.
Húsavikur. Ég hefi komið því hér á, sem ófrávíkjanlegri reglu, að
rannsaka hverja konu um það bil, að hún er hálfgenginn með, til þess
að komast að raun um, hvort hún hefir einhverja byggingargalla, sem
gætu orðið til hindrunar við fæðingu, hvernig fóstrið liggur, og ef til
vill breyta legu þess — sitjandafæðingu í höfuðstöðu — rannsaka þvag
hennar, og þó einkum síðasta mánuðinn, og gefa henni ýms heilræði
um lifnað og hátterni. Sé nú þetta gert — og mér hefir reynzt mjög
auðvelt að kenna konum þetta — kemst læknir hjá mörgu, sem getur
valdið óþægindum við fæðingu. Á árinu var ég við 25 fæðingar. 1 14 til-
fellum aðeins deyft við eðlilega fæðingu. 11 þurftu raunverulega hjálp-
ar vegna sóttleysis eða annars. Aldrei þó þörf á töng, en injectio pitui-
trini dugði, einu sinni eða oftar, til að ljúka fæðingu. Öll börn og kon-
ur lifðu. 1 kona fékk pulmonal embol. en batnaði. Ef til læknis næst,
láta allar konur hér í þorpinu deyfa sig við fæöingar. Abortar með fæsta
móti, aðeins 1 abortus provocatus vegna nephritis og mb. cordis.
Öxarfj. Engar erfiðar né einkennilegar fæðingar á árinu.
Þistiljj. Hefi verið viðstaddur 7 fæðingar. Aðallega pituitrin og svæf-
ing. Einu sinni töng vegna rigiditas extern. Ekki get ég neitað þvi, að
leitað hafi verið til mín af konum í því skyni að fá eytt fóstri. Af því
að tilefni hefir ekki verið annað en það að leyna ástæðum kvennanna
fyrir blygðunarsakir, þá hefi ég látið þær synjandi frá mér fara. Mér
er kunnugt a. m. k. eitt tilfelli, þar sem konan fór í ferðalag skömmu
síðar og mun hafa komið heim erindi fegin.