Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 16

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 16
14 sem sérstaklega einkenndi þessa kvefsótt, var það, að með henni fengu margir talsverða hitasótt, en þó einkum það, hve langvinn og þrálát hún var. Gengu margir með hana í mánuð. Vera má, að hit- inn og þurkarnir, sem í sumar geng'u, hafi haft sín áhrif, því að svo má heita, að ekki kæmi dropi úr lofti frá því í maí og til september- loka. Sóttin var tíðust á ungu fólki og börnum frá 1—15 ára. Borgarfj. Illkynjuð í janúar, annars meinlítil. Ólafsvikur. Kvefsótt venju fremur tíð á árinu. Lagðist einna þyngst á ungbörn 0—5 ára. Flateyjar. Gerði vart við sig mest allt árið; þó enginn sjúklingur skrásettur í febrúar og marz. Patreksjj. Kvefsótt hefir gengð hér alla mánuði ársins. Mest bar á henni í júlí, ágúst og september og svo í desember. Þingeyrar. Eins og venja er til, er lungnakvef og kvefpest hæsti lið- ur sjúkraskrárinnar. Þegar leið á sumar og fram yfir áramót gekk það sem faraldur. Eigi virtist það venju fremur þungt. Sérkennilegt var það að því leyti, að i nálega helmingi tilfellanna bar töluvert á þrota í hálsi. Stundum virtist hálsbólgan yfirgnæfa, en hún og kvef- ið var svo samanblandað, að eigi virtist auðið að ákveða, hvort nafn- ið ætti betur við. Voru því þessi tilfelli öll skráð sem kvef. í enskum togurum sá ég mörg samskonar tilfelli um sama leyti. Virtust þau þó öllu þyngri þar en í landi. Nauteyrar. Flestir veiktust í nóvember, fengu háan hita, 39,5°, sem stóð í fáeina daga. Hesteyrar. Gekk hér aðallega fyrri árshelming um mest allt hér- aðið. Væg. Hólmavíkur. Kvefsótt gekk öðru hvoru á árinu, en mátti heita væg; þó öllu þyngri mánuðina sept. til des. en endranær. Hofsós. Hefir gert all-mikið vart við sig á árinu. Mest bar á henni vormánuðina, apríl—júní. Hún náði hámarki í mai, fór svo að réna en var þó viðloðandi fram á haustið. Kvefsótt þessi barst, eins og flestar farsóttir, sem í héraðið koma, frá Siglufirði. Var allþung, og voru sumir rúmfastir 2—3 vikur og' leng'i að ná sér. Kvefsóttin varð til þess, að latent berklar blossuðu upp hjá flestum þeim sjúklingum, sem skráðir eru með berkla á árinu. Svarfdæla. Nálega % fleiri sjúklingar voru skráðir á árinu með kvefsótt en 1930, og var kvefsótt þó þá með tíðasta móti. Mikill meiri hluti sjúklinganna var skráður 5 fyrstu mánuðina. í byrjun ársins tók sóttin einkum roskið fólk og gamalt; var hiti yfirleitt lágur og sumir hitalausir, en veikin oft þrálát og sein til bata. Þegar kom fram í febrúar þjmgdist sóttin heldur og tók nú all-margt barna og ung- linga og fólks innan tvítugs, auk roskna fólksins, en sneiddi að mestu hjá miðaldra fólki. Hiti var sjaldan hár en oftast óreglulegur og þrálátur, og fylgdi oft mikill og erfiður hósti. Næstu þrjá mánuðina fjölgaði sjúklingum milli 20—30 ára talsvert, en flestir voru þó enn undir 15 og yfir 60 ára. Milli 30 og 40 ára veiktust mjög fáir í þess- um faraldri. Júní—nóvember varð kvefsóttar lítið vart, aðeins einn og einn sjúklingur á stangli, flestir afebril. Ný kvefsóttaralda hófst um miðjan desember, tók helzt börn og unglinga, en var að því leyti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.