Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Blaðsíða 16
14
sem sérstaklega einkenndi þessa kvefsótt, var það, að með henni
fengu margir talsverða hitasótt, en þó einkum það, hve langvinn og
þrálát hún var. Gengu margir með hana í mánuð. Vera má, að hit-
inn og þurkarnir, sem í sumar geng'u, hafi haft sín áhrif, því að svo
má heita, að ekki kæmi dropi úr lofti frá því í maí og til september-
loka. Sóttin var tíðust á ungu fólki og börnum frá 1—15 ára.
Borgarfj. Illkynjuð í janúar, annars meinlítil.
Ólafsvikur. Kvefsótt venju fremur tíð á árinu. Lagðist einna þyngst
á ungbörn 0—5 ára.
Flateyjar. Gerði vart við sig mest allt árið; þó enginn sjúklingur
skrásettur í febrúar og marz.
Patreksjj. Kvefsótt hefir gengð hér alla mánuði ársins. Mest bar
á henni í júlí, ágúst og september og svo í desember.
Þingeyrar. Eins og venja er til, er lungnakvef og kvefpest hæsti lið-
ur sjúkraskrárinnar. Þegar leið á sumar og fram yfir áramót gekk
það sem faraldur. Eigi virtist það venju fremur þungt. Sérkennilegt
var það að því leyti, að i nálega helmingi tilfellanna bar töluvert á
þrota í hálsi. Stundum virtist hálsbólgan yfirgnæfa, en hún og kvef-
ið var svo samanblandað, að eigi virtist auðið að ákveða, hvort nafn-
ið ætti betur við. Voru því þessi tilfelli öll skráð sem kvef. í enskum
togurum sá ég mörg samskonar tilfelli um sama leyti. Virtust þau
þó öllu þyngri þar en í landi.
Nauteyrar. Flestir veiktust í nóvember, fengu háan hita, 39,5°, sem
stóð í fáeina daga.
Hesteyrar. Gekk hér aðallega fyrri árshelming um mest allt hér-
aðið. Væg.
Hólmavíkur. Kvefsótt gekk öðru hvoru á árinu, en mátti heita
væg; þó öllu þyngri mánuðina sept. til des. en endranær.
Hofsós. Hefir gert all-mikið vart við sig á árinu. Mest bar á henni
vormánuðina, apríl—júní. Hún náði hámarki í mai, fór svo að réna
en var þó viðloðandi fram á haustið. Kvefsótt þessi barst, eins og
flestar farsóttir, sem í héraðið koma, frá Siglufirði. Var allþung, og
voru sumir rúmfastir 2—3 vikur og' leng'i að ná sér. Kvefsóttin varð
til þess, að latent berklar blossuðu upp hjá flestum þeim sjúklingum,
sem skráðir eru með berkla á árinu.
Svarfdæla. Nálega % fleiri sjúklingar voru skráðir á árinu með
kvefsótt en 1930, og var kvefsótt þó þá með tíðasta móti. Mikill meiri
hluti sjúklinganna var skráður 5 fyrstu mánuðina. í byrjun ársins
tók sóttin einkum roskið fólk og gamalt; var hiti yfirleitt lágur og
sumir hitalausir, en veikin oft þrálát og sein til bata. Þegar kom fram
í febrúar þjmgdist sóttin heldur og tók nú all-margt barna og ung-
linga og fólks innan tvítugs, auk roskna fólksins, en sneiddi að mestu
hjá miðaldra fólki. Hiti var sjaldan hár en oftast óreglulegur og
þrálátur, og fylgdi oft mikill og erfiður hósti. Næstu þrjá mánuðina
fjölgaði sjúklingum milli 20—30 ára talsvert, en flestir voru þó enn
undir 15 og yfir 60 ára. Milli 30 og 40 ára veiktust mjög fáir í þess-
um faraldri. Júní—nóvember varð kvefsóttar lítið vart, aðeins einn
og einn sjúklingur á stangli, flestir afebril. Ný kvefsóttaralda hófst
um miðjan desember, tók helzt börn og unglinga, en var að því leyti