Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Síða 91

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Síða 91
89 Borgarfj. Húsakynni fara batnandi. Allmörg ibúðarhús bj'ggð þetta ár, ýmist úr timbri eða steinsteypu, sum þeirra vönduð, flest með mið- stöðvarhitun. Rafstöð var gerð í Reykholtsdal, handa Reykholti og tveim bæjum öðrum. Ólafsvíkur. Lítið byggt af húsum. Öll nýrri hús sæmilega úr garði gerð, flest með miðstöðvarhitun, vatnssalernum og baði. Hinsvegar er flestum gömlum húsum mjög ábótavant. Þrifnaður eykst með ári hverju. Neyzluvatn er víðast gott, en óvíða vatnsleiðsla í hús nema í Ólafsvík. Salerni óvíða til sveita og ekki í nærri öllum húsum í kaup- túnunum. Dala. í Búðardalskauptúni var á árinu byggt verkamannaskýli úr steinsteypu. Frágangur á því er sæmilegur. Komst þar mikið nauð- synjamál í framkvæmd, því að áður máttu verkamenn hýrast í skúr- ræfli, hættulegum heilsu þeirra, einkurn að haustinu, en þá er hér mest um atvinnu. Reykhóla. Lítið gert að húsabótum og byggingum á árinu. Rafstöðv- ar (vatnsorka) hafa verið settar upp á 2 bæjum í Geiradal (Garpsdal og Gautsdal). Hreinlæti víðast í góðu lagi. Flategrar. Ég hefi mælt upp rúmmál allra svefnherbergja í kaup- túninu og reiknað út loftrúmið á hvern ibúa. Voru útkomurnar sum- staðar æði dimmar. Á Flateyri hefi ég og áður unnið af alefli að því að bæta húsakynni og stuðst í því verki bæði við sparisjóð og sveit- arsjóð. Síðastliðið sumar lét ég reisa 3 íbúðir handa fátækum barna- fjölskyldum, og er þá ekki eftir nema ein barnafjölskylda hér, sem ekki á sér þak yfir höfuðið. Á Flateyri eru kjallaraíbúðir ekki til; eldhús og salerni fylgir hverri íbúð. Ennfremur eru allar íbúðir þorpsins raflýst- ar og með vatnsveitu. Aðeins ein ibúð er minni en tvö herbergi og eld- hús, en langflestar stærri. En þótt þetta hafi áunnizt ineð látlausri bar- áttu, vantar auðvitað mikið á, að húsin séu svo vönduð og þægileg sem sltyldi. Ég hefi látið stofna byggingarsjóð fyrir Flateyrarkauptún, sam- kv. lögum um verkamannabústaði, og veiti honum forstöðu. Vaxi kaup- túnið ekki örar héreftir en hingað til, ætti sjóðurinn að geta stutt að því, að þær íbúðir sem við bættust, yrðu ekki lakari en þær, sem fyrir eru. I sveitum Önundarfjarðar eru íbúðir langvíðast mjög sæmilegar, en í Suðureyrarkauptúni mjög misjafnar, sérstaklega allt of þröngar. Þrifn- aður er sæmilega góður hér á Flateyri, mjög misjafn en þó víða góður annarsstaðar í Önundarfirði, lakastur í Súgandafirði en fer þar batn- andi. Á Flateyri veldur sandfok allmiklum óþægindum og óþrifnaði í fullum þriðjung kauptúnsins. Hóls. Húsakynni og þrifnaður fer hvorttveggja batnandi. Þegar ég kom í héraðið fyrir 12 árum, var mikið af sjóbúðum úr torfi, lítt eða óþiljuðum niðri. Nú er búið að rífa flestar þessar búðir og byggja upp úr þeim pappa- og járnvarin timburhús, að vísu smá en sæmilega út- búin. Flest hús eru raflýst og miðstöðvarhitun i nokkrum. Utan húss er þrifnaður eigi eins góður og vera skyldi. Vatns- og skolpleiðsur er illt að leggja um þorpið, vegna ónógs halla, þar sem aðalbyggðin er meðfram sjónum. Hesteyrar. Húsakynni fara heldur batnandi, en þrifnaði er mjög á- bótavant, bæði innan húsa og utan. Lúsinni gengur illa að útrýma, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.