Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 32

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 32
30 að fara. Vörður var hafður á bryggjunni dag og nótt og sömuleiðis verðir nótt og dag við hin sóttkvíuðu hús. Þeir, sem veiktust á Hótel Akureyri, fengu hjúkrunarstúlku til hjálpar sér, en læknir var ekki einangraður hjá þeim, bæði vegna þess, að eigi sýndist ástæða til og meðfram til sparnaðar fyrir bæinn. Loks skal geta þess, að þegar gott var veður, var hinum sóttkvíuðu leyft undir forustu varðanna að fá sér göngutúr daglega í hóp saman. Kostnaðurinn við sóttvarnir þessar varð alls kr. 3697,60, þar af greiddust þó kr. 1515,60 af Eyjafjarðarsýslu og öðrum sýslum (eða einstökum mönnuin utanbæjar). Ég lít svo á, að varnir þessar gegn inflúensunni (þó þær í bili hjálpuðu) hafi ekki orðið héraðinu til neins góðs, heldur unnið mörgum ógagn við, að þeir sýktust fyrir bragðið seinna en ella hefði verið, þ. e. einmitt um hábjargræðistímann (í júlí), svo að þeir urðu þá fyrir tilfinnanlegu atvinnutjóni, en hefðu vel haft tóm og næði til að taka út inflúensuna í marz—apríl, þegar þeir höfðu litla eða enga atvinnu. Reijkdæla. Inflúensa barst í Reykjadal með dreng frá Húsavík í júní, og þaðan upp í Mývatnssveit. Veikin áberandi þyngri í Mý- vatnssveit. Margir sjúklingar höfðu háan hita í viku og meir og voru lengi að ná sér. Komplikationir: 2 lungnabólutilfelli, báðir sjúkling- arnir dóu. Húsavikur. Ég tel mig ekki mann til að fastákveða, hvað er kvef og hvað er inflúensa. Þótt veikin gangi sem ákveðinn, hraður faraldur, finnst mér ekki sannað, að inflúensa sé, og aftur hinsvegar, að ekki sé útilokað, að um inflúensu geti verið að ræða, þótt veikin gangi hægt yfir. Á árinu hefi ég skrásett sjúklinga með þessa veiki. í apríl var það fólk, sem kom frá Reykjavík, og' var sett þá þegar, af skipsfjöl, í sótt- kví, því að þá var talin inflúensa í Reykjavík, en hér var þá kikhósti á ferðinni, og ekki þótti vert að láta þessu lenda saman. Af þessum, sem að sunnan komu, sýktust hér 4, en allir hinir — þó að einuin undanteknum — höfðu fengið veikina í Reykjavík og var því haldið skemur í sóttkví. Ekki bar á, að frá þessum mönnum sýktist neinn. Til Kópaskers höfðu komið menn að sunnan, um líkí leyti, og talið sig hættulausa, að því er sagt var, en sýktust og sýktu út frá sér. Frá þess- um mönnum eða afkomendum þeirra barst svo þessi faraldur hingað í maí og hélzt við þangað til í september. Langmest í ágúst, eða réttui helmingur skrásettra. Þessi faraldur var fylgikvillalaus, en líðan margra sjúklinga slæm 2—3 daga. Margir kvörtuðu um sáran sting í hægri síðu, þótt ekki fyndist þar sérstök breyting. Hiti að jafnaði 40°. Otbreiðslan hæg, þangað til í ágúst, en mánuðina maí—júlí var hér mikið að gera, og fólk fór heim frá vinnu sinni beina leið til hvíldar, en í ágúst varð nokkurt hlé, og fór þá fólk að rápa á milli og ná sér í inflúensu og færa hana öðrum. Mér virðist oft, að því minna sem fólk- ið hefir að gera, því meira ber á fasóttum. Öxarfj. Þegar inflúensa var farin að ganga í Reykjavík, sendi lands- stjórnin út föðurlegt símskeyti, sagði hvernig komið var og lét þess getið, að mönnum væri heimilt að verjast á eigin liostnað, ef þeir vildu. Þar eð læknarnir á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn, í samráði við hér-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.