Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 88

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1931, Side 88
86 mig í síma. Er slíkt ómetanlegt og vænlegra til gagns, heldur en þegar sjúklingarnir sjálfir fá til þess Pétur eða Pál, sem ekkert skyn bera á veikindi og sjaldnast geta gefið neinar verulegar upplýsingar. Því miður virðist nú frú Sigríður tæplega lengur geta sinnt þessu starfi vegna heilsubilunar (morbus Basedowi), og mun þess mikið verða saknað bæði af mér og Súgfirðingum. Er óhjákvæmilegt, að sveit þessi útvegi sér hjúkrunarkonu, sem smám saman vendist á að sinna ein- földustu læknisstörfum í plássinu, auðvitað í náinni samvinnu við lækni héraðsins, en síminn gerir þá samvinnu auðvelda. Hefi ég þegar ýtt máli þessu af stað. Hofsós. Ekkert sjúkrasamlag er í héraðinu, en í stað þess 2 sjúkra- sjóðir, Sjúkrasjóður Fellshrepps og Sjúkrasjóður Hofshrepps. Sjúkra- sjóðir hafa þann kost fram yfir sjúkrasamlög, að ekki er hætt við, að þeir lendi í beinni fjárþröng. En vitanlega gera þeir ekki eins mikið gagn. Þó greiðir Sjúkrasjóður Fellshrepps í flestum árum mestan hlut- ann af læknishjálp og lyfjum félagsmanna. Hinir fátækari félagsmenn eru jafnan látnir sitja fyrir styrk úr báðum sjóðunum. Akureijrar. Ég finn oft sárt til þess, hve sveitirnar vantar tilfinnan- lega hjúkrunarkonur til aðstoðar oss læknum. Tel ég mjög æskilegt, að heilbrigðisstjórnin gengist fyrir þvi, að stofnuð yrðu með ríkisstyrk héraðshjúkrunarkonupláss — ein og ein hjúkrunarkona verði smám saman fengin til að gegna í hverju héraði eftir því sem læknir telur þörf og héraðsbúar sjá sér fært að ala önn fyrir henni. Og ég hugsa mér, að sú héraðshjúkrunarkona yrði fyrst og' fremst umferðahjúkr- unarkona (Health visitor og Public health nurse) og leiðbeindi hús- mæðrum og stúlkum við heimahjúkrun (haldi námsskeið í hjálp í viðlögum og heimahjúkrun), en sjálf hefði hún umsjón, húsvitjanir, aðstoðaði lækni o. s. frv. Frá fornu fari hefir sjúkraflutningur oft verið mjög erfiður í þessu héraði, eins og víðar á landi voru, einkum yfir Vaðlaheiði og framan úr dölum (Hörgárd., Öxnad., Villingad. og Sölvad.). Veit ég dæmi þess, að sjúklingar hafa orðið að deyja með harmkvælum miklum, sem ann- ars hefði mátt bjarga og í öllu falli líkna, ef flutningar hefðu verið auð- vcldari. Enn má segja, að sömu vandræði geti komið fyrir, þegar ófærð og illviðri banna. Hinsvegar er það mikil bót fyrir héraðsbúa, að Rauðakrossdeild Akureyrar hefir nú eignazt sjúkrabifreið. Sjúkrasamlag Akureyrar er eina samlagið í héraðinu, en sjúkrasjóðir eru nokkrir. Var stofnað af mínum hvötum 1913 og komst meðlimatalan brátt eins hátt og hún er nú og hefir rétt haldizt við í því horfi síðan. Fólk hefir verið afar tregt á að skilja hina praktisku þýð- ingu þess, og svo er enn. Vopnafj. Ekki hefir tekizt að fá hjúkrunarkonu í héraðið, þrátt fyrir ýmsar tilraunir í þá átt. Fljótsdals. Ekkert sjúkrasamlag er í héraðinu. Virðist mér, að hér i fámenninu væri hjúkrunarmálum vel fyrir komið, ef yfirsetukonurnar fengju meiri tilsögn í hjúkrun heldur en er, og stunduðu heimhjúkr- un með yfirsetukonustarfinu, sem er ekkert starf handa þeim. Mer kæmi t. d. afarvel að hafa þó ekki væri nema eina yfirsetukonu í hérað- inu til að grípa til, sem vön væri hjúkrun og gæti gefið sig að því.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.